- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M10-12:21

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Við steinsúluna á niiðju torginu
stóð vagn í báli. Ég smaug yfir
torgið milli varðliðanna, sem
sveifluðu sverðum sínum, og komst
þeim megin, sem Tuilerie-höllin
stendur. Þar var múgur manns, og
ég komst að því, þegar ég blandaði
mér í hópinn, að þar voru ekki
fas-istar, heldur kommúnistar. Þegar
logreglan reyndi að hrekja þá burt,
hentu þeir skœðadrífu af grjóti og
múrsteinum. Handan við brúna,
sem liggur yfir Signu, milli
Con-corde-torgsins og þinghallarinnar,
sá ég þéttan hóp varðliða, sem
handléku riffla sina órólega, og
nutu þeir stuðnings lögreglusveitar
og slökkviliðs. Nokkrir smáhópar
reyndu að komast yfir brúna af
hafnarbakkanum upp frá Louvre,
en þeir flýðu undan gusum úr
tveimur slökkvislöngum. Um
klukkan átta komu nokkrar
þús-undir U. N. C. — hægri sinnaðra
uppgjafarhermanna — i fylkingu
inn á torgið og höfðu gengið eftir
Charnps-Élysées. Blakti fjöldi
þri-litra fána í fararbroddi og var góð
skipan á liðinu. I>eir námu staðar
við brúna og tóku foringjarnir tal
við fyrirliða lögreglusveitarinnar.
Ég fór yfir til Crillon og upp á
veggsvalir þar á þriðju hæð, sem
vissu að torginu. Torgið var
þétt-skipað. Við heyrðum ekki fyrstu
skotin. Við urðum fyrst varir
skot-hríðarinnar, þegar kona ein, sem
stóð eitthvað tuttugu fet frá okk-

ur, hncig niður ineð skotsár i
eiininu. Nú heyrðum við
skothrið-ina frá brúnni og handan yfir
ána. Þeir virtust nota vélriffla.
Múgurinn svaraði með því að
ráÖ-ast inn á torgið. Nú leiftruðu þar
hvarvetna rauðir blossar. Til
vinstri handar gaus
reykjarmökk-ur upp frá húsi
flotamálaráðuneyt-isins. Tekið var að beina bunum
úr slökkvislöngunum á múginn, en
þær voru’skornar í sundur. Ég fór
inn í biðstofuna til þess að síma.
Þar lágu nokkrir særðir menn, og
var verið að veita þeim
bráða-birgða umbúnað.

Slfothríðinni létti ekki fyrr en
um miðnætti. Þá náðu
varðsveit-irnar undirtökunum.
Andstæðing-arnir liöfðu torgið á víxl á valdi
sínu, en um miðnætti liafði
lögregl-an náð þar fullum yfirráðum. Einu
sinni, — og það mun hafa verið
um tíuleytið, — reyndi múgurinn,
sem þá var orðinn óður af æsingi,
en skorti auðsjáanlega forystu, að
gera áhlaup á brúna. Sumir héldu
upp eftir bakkanuin, og þar skýldu
trén þeim allvel, en aðrir ruddust
æðisgengnir yfir torgið. „Ef þeir
komast yfir brúna", hugsaði ég
með mér, „drcpa þeir hvern
ein-asta þingfulltrúa í þinghöllinni".
En dynjandi skothrið, sem virtist
nú vera frá vélbyssum, stöðvaði
framrásina, og á fáum mínútum
tvistraðist múgurinn í allar áttir.

Síðan heyrðust aðeins skot á

HEIMILISRITK* 2«

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0431.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free