- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M10-12:27

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

fessor William E. Dodd. Hann
kom mér fyrir sjónir sem
daufgerð-ur maðu.r, heiðarlegur og
frjáls-lyndur og gæddur þeirri tegund
heilinda, sem amerískur sendiherra
þarfnast hér. Leit lika inn hjá
ráðunaut scndisvcitarinnar, J. C.
White, sem virðist likjast meira
hinum venjulegu atvinnumönnum
í utanrikisþjónustunni. Ætla að
vera viðstaddur árshátíð
nazista-flokksins i Niirnberg að degi
liðn-um. Það ætti að veita rækileg
kynni af Þýzkalandi naxistanna.

Niirnberg, 4. sept.

Hitler hélt innreið sina í þessa
miðaldaborg um sólarlagsbil í
kvöld við taumlaus fagnaðaróp
þéttra nazistafylkinga, sem þöktu
og fylltu mjóu göturnar, þar s:;m
•einu sinni gengu Hans Sachs og
Meistersinger. Tugþúsundir
haka-krossfána þurrkuðu út hina
gotn-esku fegurð staðarins, framhliðar
gömlu húsanna og risliáu þökin.
Mjóu göturnar voru ólgandi haf
svartra og brúnna
einkennisbún-inga. Eg sá Iíitler fyrst í svip, cr
hann ók fram hjá gistihúsi okkar,
Wúrtemberger Hof, á leið til
aðal-stöðva sinna, Deutscher Hof, neðar
við götuna. Það cr gamall
cftirlæt-isstaður hans, og það hefur verið
endurbyggt fyrir hann. Hann
fitl-aði við húfu sína með vinstri hendi,
stóð uppréttur i vagninum og
svar-aði hinum ofsafengnu árnaðaróp-

HEIMILISRITJÐ

um fjöldans með fremur dauflegri
nazistakveðju, hálflyftum hægra
armi. Ilann var i aflóga
hermanna-frakka hálfsíðum, og andlit hans
var gersamlcga sviplaust. Ég bjóst
við því langtum mikilúðgara, og
þó að ég ætti lífið að leysa, get ég
ckki fyllilcga skilið, hvers konar
dularmáttur það var, sem hann
leysti sjáanlega úr viðjum i þessum
sefasjúka múg, sem fagnaði
hon-um af slíkum tryllingi. Hann
still-ir sér ekki upp frammi fyrir
fjöld-anum með leikaralegum
valds-mannssvip, sem ég lief séð
Musso-lini setja upp. Ég var feginn að
sjá, að liann hvorki skaut fram
hökunni og reigði höfuðið eins og
il Duce, né brá málmslikju á
aug-un, og .þó er einhver slikja í þeim,
enda eru augun hið
eftirtektarverð-asta í andlitinu. Hann virðist helzt
setja sér hógværð i háttum. Ég
ef-ast um, að xiiin sé eðlileg.

Sama kvöldið opnaðl Hitler
formlega fjórða flokksmót sitt i
gainla, fagra ráðhúsinu. Hann
tal-aði aðeins í þrjár mínútur. Ilefur
sennilega viljað hlífa rödclinni, því
að fyrirhugað er, að hann haldi
sex meiri háttar ræður næstu fimm
daga, Putzi Hanfstángl, stórvaxinn,
ákaflyndur, blendinn náungi, sem
sjaldan láðist að minna okkur á,
að hann væri hálfgerður
Ameriku-maður og útskrifaður frá Harvard,
hélt aðalræðu dagsins vegna þess,
að hann var trúnaðarmaður flokks-

27;

I

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0437.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free