- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M10-12:28

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

ins gagnvart erlendum blöðum.
Hann var svo ósvifinn,
auðsjáan-iega til þess að vinna hylli
foringj-ans, að skipa okkur að „flytja
fregnir um málefni Þýzkalands án
þess að reyna að útskýra þau.
Sag-an ein", hrópaði Putzi, „er fær um
að meta atburði ]>á, sem gerast nú
undir stjórn Hitlers". Það var
til-ætlun hans, Göbbels og
Rósen-bergs. að við gcrðumst
taglhnýt-ingar í áróðurslest nazista. Ég er
hræddur um, að brezku og
amer-ísku fréttaritararnir hafi skellt
skollaeyrum við þessum
fyrirmæl-um og hent gaman að, þó að þeim
sé vel við Putzi, þrátt fyrir
lodd-araskap hans og grunnhyggni.

Um klukkan tíu í kvöld sogaðist
ég inn í iðu tíu þúsund
ofstækis-fullra nazista, sem snerust í bendu
úti fyrir bústað Hitlers og hrópuðu
i sífellu: „Við viljum sjá
foringj-ann!" Það fór hrollur um mig við
að sjú andlit fólksins, einkum
kvennanna, þegar Hitler birtist
allra snöggvast á veggsvölunum.
I>að mændi upp til Hitlers eins og
væri hann endurlausnari, og
and-litin ummynduðust blátt áfram,
eins og gripið hefði fólkið æði. Ef
það hefði fengið að horfa á hann
lengur, býzt ég við að liðið hefði
yfir margar konurniir af æsingu.

Seinna gat ég troðizt inn í
bið-stofu Deutscher Hof. Þar þekkti ég
Júlíus Streichér, sem þeir kalla hér
hinn ókrýnda konung Rinarlanda.

í Berlin er hann kunnur sem
fremsti Gyðingakvalari
þjóðarinn-ar og ritstjóri að Stúrmer, sem er
útblasið af Gyðingahatri.

Höfuð hans var nauðrakað, og
það leiddi enn betur i Ijós
grimmd-ina í svipnum. Hann gckk um gólf
og veifaði um sig stuttri svipu.

Niirnberg, 5. september.

Nú held ég, að ég sé farinn að
skilja einhverjar af ástæðunum, sem
valda hinni furðulegu velgengni
Hitlers. Hann tekur kaþólsku
kirkjuna sér til fyrirmyndar að
vissu leyti, bregður litskrúðugum
viðhafnarblæ og dulúð á fábreytt
hversdagslíf tuttugustu aldar
Þjóð-verjans. Fyrsti fundur mótsins,
sem haldinn var i morgun i
Luit-pold Hall. var annað og meira en
stórfengleg sýning. Yfir honum
hvíldi nokkuð af dulúð og
trúar-ákafa páskamessu eða jólamcssu í
gotneskri dómkirkju. Salurinn var
fóðraður marglitum fánum. Jafnvel
koma Hitlers var með leiksviðsblæ
Hljómsveitin hætti að leika.
Helgi-þögn féll yfir þessar þrjátíu
þús-undir manna, sem tróðust saman í
salnum. Síðan hóf hljómsveitin að
leika Badenweiler
hergönguslag-inn, mjög fallegt lag, sem aldrei
heyrist, er mér sagt, nema þegar
foringinn birtist. við slík meiri
hátt-ar tækifæri. Ilitler kom með
nán-ustu fylgismönnum sínum, Göring,
Göbbels, Hess. ílimmler og fleir-

28

HEIMILISRITDE)

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0438.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free