- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M10-12:29

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

um inn um dyr að baki áheyrenda
og gekk hægt inn miðgöngin
endi-löng, en söfnuðurinn, þrjátiu
þús-undir, lyfti höndum til kveðju.
Þetta er orðinn rótgróinn
helgisið-ur, segja mér hinir eldri nazistar,
og er alclrei brugðið. Þá lék
geysi-mikil hljómsveit upphaf að
Eg-monthljómkviðu Beethovens.
Stór-fengleg skrautljós léku um sviðið.
þar sem Iiitler sat, umkringdur
hundruðum flokksleiðtoga og
for-ingja úr her og flota. Bak við þá
blakti „blóðfáninn", sá, sem borinn
var um göturnar í Miinchen i
bjór-stofuuppreisninni misheppnuðu, og
enn aftur fjögur til fimm hundruð
S. A. fánar. Þegar hljómleikunum
var lokið, reis Rudolf Hess úr sæti
sínu, nánasti trúnaðarmaður
Hitl-ers, og las hægt og hátíðlega nöfn
pislarvotta nazistahreyfingarinnar,
brúnstakka, sem höfðu verið
drepnir í valdabaráttunni, eins og
hann vildi kalla fram hina dauðu,
og manngrúinn virtist vcra mjög
hrærður.

Það er ekki furða, þó að hvert
orð, sem drýpur af vörum Hitlcrs
í sliku andrúmslofti, þyki svo sem
innblásið af heilögum anda.
Dóm-greind manna, — að minnsta kosti
Þjóðverja — blindast alveg á
slík-um stundum, og hver iýgi, sem þá
er slöngvað fram, er meðtekin eins
og hinn æðsti sannleikur.

Og meðan fundarmenn, eintómir
nazistaleiðtogar, voru í þessu á-

.standi, var skellt yfir þá boðskap
foringjans. Hitler flutti hann ekki
sjálfur. Lesarinn var Wagner,
um-boðsmaður nazista i Bajern. Hann
hefur, þótt undarlegt sé, rödd og
hætti svo líka Hitler, að sumir
fréttaritararnir, sem hlustuðu á
út-varp heima í gistihúsinu, héldu að
þetta væri Hitler sjálfur.

Efni boðskaparins voru
staðhæf-ingar svo sem þessar: „Lífsstefna
Þjóðverja um næstu þúsund ár er
nú algerlega ráðin. Fyrir oss er
hin órólega nítjánda öld loks að
fullu liðin. Engin bylting mun
verða í Þýzkalandi næstu þúsund
árin!"

Eða: „Þýzkaland hefur gert. allt,
sem unnt er, til þess að tryggja
heimsfriðinn. Ef styrjöld brýzt út í
Evrópu, verður hún óskapnaði
kommúnismans að kenna". Siðar
bætti hann við: „Aðeins
sauð-hcimskir afturkreistingar skilja
það ekki, að Þýzkaland hefur verið
stiflugarður sá, scm hefur forðað
Evrópu og menningu hennar frá
drukknun í flóði kommúnismans".

Hitler vék einnig áð baráttu
þcirri, sem nú er háð, um að
sam-hæfa kenningar nazista og
mót-mælenda kirkjunnar. „Ég berst
fyrir einingu. Ég er sannfærður um,
að Lúther hefði gert hið sama og
sett einingu Þýzkalands ofar öllu
öðru".

Niirnberg, 0. septeuiber.

Hitler tefldi vinnufylkingu sinni

HEIMJXJSRITID

29

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0439.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free