- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M10-12:35

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

HEIMILISRITIÐ 35

ið, eins hratt og hún gat, i áttina
til dyranna. Þegar hún hljóp frara
hjá rúmgaflinum, spratt þar út úr
myrkrinu einliver óhugnanleg vera
og stökk á eftir henni. Er hún var
komin fast að dyrunuin, var þrifið
í hana og hún keyrð aftur á bak.
Ilún reyndi að hljóða, en áður en

hún kom upp nokkru hljóði, var
tekið heljartaki um kverkar
henn-ar. Hún fann, að hún var dregin
eftir gólfinu, og barðist æðisgengin
við ásækjanda sinn, sló, klóraði og
reyndi á alla lund að hrista sig
lausa.

Fingurnir hertust æ fastar og
fastar að hálsinum, og henni fannst
þeir vera eins og hnifsblöð, sem
stungust inn í holdið. Sársaukann
lagði niður brjóstið og tæmdi
all-an bardagaþrótt hennar, jafnvel

þótt nú væri um lífið að tefla. —
Henni virtist hún í heila eilifð
greina skugga yfir sér og heyra
hvæsandi andardrátt kvalara síns.
Svo lagðist myrkrið yfir —
velþeg-ið myrkur, sem eyddi hugsun og
þessum hræðilegu kvölum.

ÞEGAR Carol fékk
aftur meðvitund, var
allgestkvæmt í
her-berginu. Ljósið hafði
verið kveikt, og
stúlk-an, sem átti heima
hin-um megin við ganginn,
var að reyna að fá hana
til þess að drekka
eitt-hvað. Feitur maður í
stórrósóttum baðslopp
og með breiðan,
gljá-andi skalla^ var að tala
við ungan mann, sem
bjó á sömu hæð, innar
við ganginn. Fleiri voru
í herberginu, og virtust
allir vera í mikilli geðshræringu.

Carol fekk sér gúlsopa af
drykkn-um, sem henni var boðinn og
band-aði svo glasinu frá sér. Allir
þyrpt-ust að rúminu og töluðu hver í
kapp við annan. Sumir ráðlögðu
henni að liggja hreyfingarlausri.
Feiti maðurinn kom með þá
til-lögu, að hún tæmdi úr glasinu.
Kona nolckur, með gráleitt, úfið
hár, starandi augu og innfallnar
kinnar, spurði hvað komið hefði
fyrir, en Carol var enn of máttfar-

i

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0445.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free