- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M10-12:36

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

in til þess að hún gæti taiað.

„Hvað er hér um að vera?"
spurði valdsmannleg rödd úti við
dyrnar.

Allir litu til dyranna, og Carol
gat greint einkennisbúinn
lögreglu-þjón fyrir aftan fólkið. Hann var
rjóður í kinnum og brúnaþungur
og að baki hans var annar
lög-regluþjónn. Þeir gengu inn í
her-bergið og gestirnir tóku að skýra
þeim frá veininu, hinum opna
glugga og tréplanka, sem þeir kváð
ust hafa fundið og lagður liefði
verið á milli gluggasillunnar og
brunastigans. Þegar
lögregluþjón-arnir höfðu hlustað á söguna, báðu
þeir um hljóð, og sneru sér að unga
manninum, sem bjó innar við
gang-inn og spurðu hann spjörunum úr.

Það upplýstist, og Carol tók vel
eftir öllu, að þessi maður hafði fyrst
komið að henni. Hann kvaðst hafa
verið á leið upp stigann, er hann
heyrði óp, og hann hefði flýtt sér
að dyrum þess herbergis, sem
hon-um hefði virzt það koma frá. Fyrst
barði hann að dyrum, en er ekkert
svar heyrðist, tók hann í húninn,
og’komst að raun um, að hurðin
var ólæst. Hann opnaði hana, sá
móta fyrir manni hraða sér út um
gluggann, og kveikti svo. Þegar
hann sá stúlkúna liggjandi á
gólf-inu, bar hann hana upp í rúmið
og hrópaði á aðstoð. Svo hljóp
liann að glugganum,- en sá, er lagt
hafði á flótta. var horfinn. Lýs-

ingu á manninuin gat hann ekki
gefið sem nokkuð var byggjandi á.

„Ég hefði veitt honum eftirför,
í stað þess að fara að taka upp
stúlkuna", rumdi sköllótti karlinn
út úr sér.

Lögregluþjónarnir kinkuðu kolli,
en ungi maðurinn yppti bara
öxl-um. Hann var hávaxinn.
skolhærð-ur og bláeygur.

Carol vissi ekki nafn hans, en
þau höfðu oft mætzt, bæði inni í
húsinu og í nágrenni þess, og höfðu
þá alltaf kinkað kolli hvort til
ann-ars brosandi.

„Skrifaðu upp nöfnin á þessu
fólki, Eddie", sagði annar
lögreglu-þjónninn við hinn. „En láttu
Lud-low biða. Ég ætla að spjalla við
stúlkuna".

Að svo mæltu gekk hann að
rúm-inu, og Carol gerði sitt ýtrasta til
þess að hugsa skýrt. Hún spennti
greipar af öllu afli undir sænginni.
Hún reyndi að brosa til
lögreglu-þjónsins, en það var harla ólíkt því
sólskinsbrosi, sem hún átti
venju-lega yfir að ráða.

Lögregluþjónninn lagði margar
spurningar fyrir Caroi, og hún svar
aði þeim. Hinn lögregluþjónninn
lét alla gestina fara. þegar hann
hafði skrifað upp nöfn þeirra, að
undanskildum unga manninum. er
komið hafði t’yrst að Carol.

Á MEÐAN Carol var yfirheyrð
stóð Bill Ludlow þegjandi hjá. Og

102

HEIMILISRITDE)

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0446.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free