Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
hi’isbóndinn heldur áfram að trufla
hana, endar það með því, að hún
dettur ofan á hausinn á mér.
Straumdal: Jæja, jæja, þá bíð ég,
-— við megum ekki hætta á það að
þú brenglir höfuðið, Ólína.
Rödd Gerðar: Ég kem alveg
und-ir eins, pabbi minn.
Straumdal: Já, það er ágætt.
(Iíann sczt og reykir pípu sina
þegjandi. Hann er mjög alvarlegur
í bragði. Gerður kemur inn, án þess
að hann taki eftir því, og horfir
litla stund á hann brosandi).
GerSur: — Mér þykir þú vera
skemmtilegur á svipinn eða hitt þó
hcldur, sjálft aðfangadagskvöldið!
Straumdal (lítur upp): Ah, ég var
svo niðursokkinri í hugsanir mínar,
vina mín.
Gerður: Það hafa víst verið
þokkalcgar hugsanir. Þú ættir
held-ur að velta þvi fyrir þér, hvað ég
ætla að gefa þér í jólagjöf.
Straumdál (alvarlegur): Komdu
hingað til mín, dóttir mín, — en
lokaðu dyrunum þarna fyrst.
• Gerður (undrandi): — Já, pabbi.
(Lokar dyrunum og gengur til
hans). Hvaða leiðindi eru nú á
ferðinni?
Straumdal: Það er eiginlega allt
illt að. — Gerður — segðu mér —
hefur magisterinn — hann
Alex-ander Blómberg — hefur hann
beo-ið þín, Gerður?
Gerður (hlær): Sú hornugla!
Straumdal: Hefur hann beðið
þín?
Gerður: Ilann hefur byrjað á
því tvisvar sinnum, en rekið í
vörð-urnar og hætt við það. Hann
gugn-ar alltaf á því, þegar í harðbakka
slær.
Straumdal: Já, því trúi ég vel.
Gerður: En af hverju spyrðu
annars? Þú ert víst ekki hræddur
um að ég fari að taka honum?
Straumdal: Ja — nci— en ég
ætl-aði einmitt að tala um þetta við
þig. — Ég var að fá bréf í dag —
frá Blómberg gamla, pabba hans.
Gerður: Þeim viðbjóði.
Straumdal: Já, segðu bara okrara
líka, því að það er hann. — Jæja,
en hann skrifaði mér — já, þú
vcizt, Gerður mín, að ég skulda
honum mikla peninga.
Gerður: Já.
Straumdal: ITann tilkynnti mér
í bréfinu, að hann — hann ætii að
taka jörðina okkar lögtaki — taka
Skcggjastaði — ef ég hef ekki
greitt lionum skuldina að fullu
fyr-ir klukkan sex á gamlárskvöld.
Gerður: Hvað segirðu, pabbi? —
Getur hann það?
’Straumdal: Já, vina mín —
sam-kvæmt skriflegu skjali
undirskrif-uðu af mér.
Gerður: Og þú getur ekki
borg-að?
Straumdal: Nei — ekki grænan
eyri. — Það hefur gengið allt á
64
HEIMILISRITIÐ 156
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>