- Project Runeberg -  Heimilisritið / 1943 /
M10-12:58

Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

FYRIRBOÐINN

Sögukorn eftir RICHARD SAKE

Á FLEKA langt úti á reginhafi
voru þrír makrílar og tveir menn.
Eini mismunurinn á mönnunum
og fiskunum var sá, að inennirnir
voru hálfdauðir, en gæfan liafði
orðið fiskunum hliðhollari.

Ég var annar maðurinn, en liinn
var afturskytta mín, Frencky
Kazan. Þegar sprengjuflugvélin
okkar fórst, komust engir lífs af
nema við tveir af áhöfninni.

Makrílarnir voru eina næringin,
sem við höfðum fengið á sjónurn
i marga daga. Eitthvað, sennilega
stór fiskur, hafði rekið þá upp á
yfirborðið, og í angist sinni liöfðu
þeir flanað upp á flekann. Þeir
voru fimm upphaflega. Við vorum
búnir að borða tvo þeirra.

Frencky hélt því fram, að það
liefði verið kraftaverk að við
skyldum fá fiskana. Þótt hann
væri banvænn maður, þegar hann
var við vélbyssuna, þá var hann
•einnig mikill trúmaður. Hann
hafði beðist fyrir, lesið í biblíunni,
sem hann hafði haft í
skyrtubrjóst-vasanum. „Þarna sjáið þér, herra",
sagði liann. „Bænir mínar hafa
verið uppfylltar".

„Athugið það, korporal", sagði
ég, „að svona kraftaverk er alveg
eðlileg tilviljun. Þér fyrirgefið mér
því, þó að mig dreymi um fallegar
stúlkur og gæsasteik á meðan við
rotnum hérna og drcpumst". Yfir
höfði okkar sveimaði hvítur
máf-ur. Hann hafði fylgt okkur síðan
við náðum makrílnum. Frenckv
Kazan horfði brosandi upp til
máfsins. „Þetta er vinvcittasti
fuglinn, sem ég hef séð á ævi
minni", sagði hann. „Þér vitið það,
herra, að hann er fyrirboði".

„Hann er þjófur", sagði ég. „Ef
ég s’ofna stelur hann þessum
fisk-um, þó að ég hafi þá undir
hand-leggnum".

„Ég var cinmitt að lesa hérna",
sagði Frencky og fór að lesa úr
biblíunni: „Verið ekki
áhyggju-fullir um lífið, hvað þér eigið að
cta og hvað þér eigið að drekka
.... Leitið heldur ríkis hans, og
þá mun þetta veitast yður að
auki". Svo bætti liann við:
„Máf-urinn er fyrirboði, herra. Drottinn
er náðugur, það mun brátt sýna
sig .

„Korporal, góði".

102

HEIMILISRITDE)

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 06:24:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/heimilisr/1943/0468.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free