- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
43

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 43 —

og meðan þrúgna gullnu tárin glóa
og guða-veigar lífga sálar-yl,
þá er það víst, að beztu blómin gróa
í brjóstum, sem að geta fundið til.

Látum því, vinir, vínið andann hressa,
og vonar-stundu köllum þennan dag,
og gesti vora biðjum guð að blessa
og bezt að snúa öllum þeirra hag.
Látum ei sorg né söknuð vínið blanda,
þó senn í vina-hópinn komi skörð,
en óskum heilla og heiðurs hverjum landa,
sem heilsar aftur vorri fósturjörð.

Já, heill og heiður, Halldór okkar góðurS
Þú hjartans beztu óskum kvaddur sért;
því þú ert vinur vorrar gömlu móður
og vilt ei sjá, að henni neitt sje gert.
Gaktu með karlmanns-hug að ströngu starfi,
studdur við dug og laga-sverðið bjart,
og miðla þrátt af þinnar móður arfi
þeim, sem að glata sínum bróðurpart.

Og heill og heiður, hinir landar góðu,
sem hólmann gamla farið nú að sjá,
þar sem að vorar vöggur áður stóðu
og vinarorðið fyrst á tungu lá.
Hamingjan veiti voru fósturláði,
svo verði mörgum deyfðar-vana breytt>
allan þann styrk af ykkar beggja ráði,
sem alúð, f jör og kraftar geta veitt.

Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi,
því tára-daggir falla stundum skjótt,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0053.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free