- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
51

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 51 —

horfa þau yfir heiðarvötnin bláu,
sem falla niður fagran Rangárvöll,
þar sem að una byggðar-býlin smáu,

dreifð yfir blómguð tún og grænar grundir.
Við norður rísa Heklu tindar háu.
Svell er á gnípu, eldur geisar undir;
í ógna djúpi, hörðum vafin dróma,
skelfing og dauði dvelja langar stundir.
En spegilskyggnd í háu lofti Ijóma
hrafntinnu-þökin yfir svörtum sal.
Þaðan má líta sælan sveitarblóma;
því Markarfljót í fögrum skógardal
dunar á eyrum; breiða þekur bakka
fullgróinn akur, fegurst engja-val
þaðan af breiðir hátt í hlíðar-slakka
glitaða blæju, gróna blómum smám.
Klógulir ernir yfir veiði hlakka;
því fiskar vaka þar í öllum ám.
Blikar í lofti birkiþrasta sveimur,
og skógar glymja, skreyttir reynitrjám.
Þá er til ferðar fákum snúið tveimur,
úr rausnargarði háum undir Hlíð,
þangað sem heyrist öldu-falla eimur;
því hafgang þann ei hefta veður blíð,
sem voldug reisir Rán á Eyjasandi,
þar sem hún heyir heimsins langa stríð.
Um trausta strengi liggur fyrir landi

borðfögur skeið, með bundin segl við rá;
skínandi trjóna gín mót sjávar grandi.
Þar eiga tignir tveir að flytjast á

bræður af fögrum fósturjarðar ströndum
og langa stund ei litið aftur fá,
fjarlægum ala aldur sinn í löndum,
útlagar verða, vinar augum fjær;
svo hafa forlög fært þeim dóm að höndum.

4*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0061.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free