- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
72

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 72 —

Vonin vorblíða,
vonin ylfrjóva
drjúpi, sem dögg,
af dýrðar-hönd þinni,
döpur mannhjörtu
í dimmu sofandi
veki, sem vallblómin
vekur þú á morgni.

Mynd guðs hin máttka!
mjúkir draumar
glaðlega vakna
við geisla þína,
eins og náttöldur
norðurstrauma
bláljósar blika
birtu þína við.

Hníg því hóglega
í hafskautið mjúka,
röðull rósfagur!
og rís að morgni,
frelsari, frjóvgari,
fagur guðs dagur!
blessaður, blessandi,
blíður röðull þýður!

Hæglega, hóglega
hníg þú að hvílu,
skeiðþreytir skjótur!
en skamma hríð þó
leng hinar blíðu,
bjarmaljúfu,
ástarauðugu
aftanstundir.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0082.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free