- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
76

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 76 —

Úti sat und hvítum
alda faldi
fjallkonan snjalla
fögur ofan lög;
sá hún þar, er vá
að vættum hættum
íturdjarfur arfi
Ólafs und sólu.

Róma varð á þröm:
ruddist að studdri
fólkumdjarfur fylking
flokks óþokkans;
hugði sá, er dugði,
fyrir hamar fram
alla saman fella
ókind á sjó.

Hvergi hugðist varga
við snúið lið
berast låta fyrir
bjarga rið niður;
hremmdu þá og klemmdu,
er hrekjast tóku,
stoðir, sem að stóðu
í styrku landvirki.

Hvöt var að sókn hetju,
harðnar enn senna,
ógurlegum augum
á skaut hann þá.
Stóðu þeir við stoðir,
stökk ei né hrökk,
stærri jafnt og smærri,
strjúka vill ei púki.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0086.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free