- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
127

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 127 —

Ókunnugt allt er flestum
inni um þann fjalla geim;
þeir ættu að segja oss eitthvað
af Arnarfellsjökli þeim.

11. SOGIÐ.

Við Sogið sat eg í vindi,
sækaldri norðanátt,
og þótti þurleg seta,
þar var af lifandi fátt.

En sólin reis in sæla,
sveipaði skýjum frá;
upp komu allar skepnur
að una lífinu þá.

Og svo var margt af mýi
— mökk fyrir sólu ber, —
að Þórður sortnaði sjálfur
og sópaði framan úr sér.

12. TÓMASARHAGI.

Tindrar úr Tungnafellsjökli;
Tómasarhagi þar
algrænn á eyðisöndum
er einn til fróunar.

Veit eg áður hér áði
einka-vinurinn minn, —
aldrei ríður hann oftar
upp í fjallhagann sinn.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0137.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free