- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
129

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 129

hæstur guð, sem mesta
hylur von góðs sonai".

EFTIR MAREN HAVSTEEN.

Sem þá á vori sunna hlý

sólgeislum lauka nærir

og fífilkolli innan í

óvöknuð blöðin hrærir,

svo vermir fögur minning manns

margt eitt smáblóm um sveitir lands,

frjóvgar og blessun færir.

TIL MÓÐUR MINNAR.

Ég veit það eitt, að enginn átti
aðra eins móður; feðra gróða
safnaði guð, af ástar efni
aidin spratt, og feðra valdi.
Svo er orðin í Eyjafirði
ættin mín, að frændur þína
lengi mun, meðan lífið yngist,
landið kjósa sér að hrósi.

Ég þakka þér allt; og enn þótt ekki
alaugun sjái leiðir háar
sonanna beztu, sem að treysta
sannlega verði að þjóðarranni,
veit eg og skil eg samt, í sveitum
svo muni vakna öld, að rakni

9

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0139.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free