- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
176

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 176 —
SKRÆLINGJA-GRÁTUR.

Ein sorg’leg- vísa útaf alþingi,
samansett
af

ívari BárSsyni.
Viðeyjar-Klaustri.
Þryckt seinast af öllu, þegar bðkþryckiríiö niöurlagöist.

Naha, naha!

Báglega tókst með alþing enn,
naha, naha, naha!

Það eru tómir dauðir menn;
naha, naha, nah!

Það sést ekki á þeim hams né hold,
naha, naha, naha!

og vitin eru svo full af mold;
naha, naha, nah!

Og ekkert þinghús eiga þeir,
naha, naha, naha!

og sitja á hrosshaus tveir og tveir;
naha, naha, nah!

Þeir hafa hvorki kokk né pott,
naha, naha, naha!

og smakka hvorki ]>urrt né vott;
naha, naha, nah!

Og hvergi fá þeir kaffibaun,
naha, naha, naha!

og eru svangir og blása í kaun;
naha, naha, nah!

Og bragða hvorki brauð né salt,
naha, naha, nalia!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0186.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free