- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
277

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 277 —

SegSu hvað hjartanu huggunar ljær,
horfinnar åstar er söknuöur slær;
á himnum þess hygg eg aö leita."

„Tárin að ónýtu falli á fold,
fái hann ei vakiö, er sefur 1 mold;
mjükasta hjartanu huggun það ljær,
horfinnar åstar er söknuöur slær,
hennar aö minnast og harma."

Systir min sat kafrjóð og kepptist við að sauma.
„Þessu er, held ég, betur snúið", sagði ég þá, „og
þú hefur náð bragarhættinum dável; það hef ég séð,
þó ég skilji ekki sjálft kvæðið. Þú átt gott að geta
skilið þjóðverskuna, og það væri vel gert af þér að
kenna mér dálítið líka. Mér er kvöl í að skilja ekkert
af því, sem þeir hafa gert, hann Schiller og aðrir á
Þjóðverjalandi". „Hvar hefirðu náð þessum vísum?"
sagði systir min, og sá ég hún var bæði sneypt og
relð; „ég hefi allt af haldið mér væri óhætt að trúa
þér, og þú myndir ekki taka neitt í leyfisleysi". Mér
varð bilt við þetta. „Það hefi ég ekki heldur gert",
sagði ég og var stuttur i svari; „þú gafst mér um
daginn nokkrar sveskjur, eins og þú liklega manst,
og vafðir kvæðinu utan um þær; það var að sönnu
uppkast, en ég hélt mér væri leyfilegt að lesa það,
fyrst þú leyndir því ekki meir en sona. Ég hefi aldrei
haft það yfir fyr en núna, og því síður hefi ég sagt
frá, að þú hafir snúið því". „Blessaður! ég ætla að
biðja þig að gera það ekki heldur. Mér er ekki mikið
um það breiðist út, að ég sé að fást við þess
hátt-ar; það hefir aldrei þótt mikil prýði á kvenfólki".
„Vertu öldungis óhrædd", sagði ég svo blíðlega, sem
ég gat; „en takist þér ekki ver í annað sinn, held
ég þú ættir að bera það oftar við; ég skal
hjartans-feginn eigna mér allt, sem þú gerir, — en það er
samt reyndar skömm; þessu ráði verð ég að sleppa".
„Þér er það held ég óhætt", sagði systir min, og var

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0287.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free