- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
337

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 337 —

Poestion (Eislandblüten, 59) og Margr. Lehmann-Filhés (sbr.
Valt. Guðm., Island, 174).

Bls. 59—61. — KVEÐJA ÍSLENDINGA TIL SÉRA
ÞOR-GEIRS GUÐMUNDSSONAR. — Frumpr., til afnota i veizlunni,
er séra Þorgeiri var haldin þennan dag, 26. April 1839. -—- Hann
var þá nýorðinn prestur til Glólundar og Grashaga (Gloslunde
og Græshave) á Lálandi, en hafði verið í Kh. frá því hann sigldi,
1818. Séra Þorgeir var fæddur 27. Des. 1794 og dó 28. Jan. 1871.
Sjá að öðru leyti um hann t. d. í Guðfræðingatali Hannesar
Þor-steinssonar, bls. 290-93, og íslendingar í Danm., bls. 19. Kvæðið var
frumprentað á litla örk, eins að blaðstærð, pappír og prenti, og
næsta kvæði hér á undan. Fremst er titilsíða, með blárri
skraut-umgjörð, á 2. bls. 3 er., 3. 4 og 4. 2. — 1. er., 3. 1., í frumpr. „og
sefur þar", breytt í 1. útg., í samræmi við tilsvarandi ljóðlínur
í öllum hinum er., og jafnframt lagið við kvæðið, sem er fcalið
vera íslenzkt og sett í Isl. þjóðlög, bls. 635. — Annað lag, sænskt,
eftir B. H. Crusell (við kvæði í Friðbjófssögu Es. Tegnérs), er
stundum haft og á ágætlega við.*) — Orðið „kjól" í 1. 1. 2. er.
er í frumpr. og öllum útg. „kjöll", en sú orðmynd á raunar
eng-an rétt á sér og mun orðin til fyrir misskilin rithátt. Orðið
„varst" í 2. 1. 9. er. er í frumpr. „vart", sem er fornt.

Bls. 63. — ORT HEIMA 1839—1842. — Jónas kom heim
(til Akureyrar) 18. Júní 1839 og fór aftur utan (frá Eskifirði)
27. Okt. 1842. Eftir því, sem næst hefir orðið komizt, hefir hann
á þessu tímabili, er hann var á Islandi, ort öll þau kvæði, sem
hér eru sett í þennan flokk, bls. 65—113, en þó er það ekki
full-víst um kvæðin „Ásta", „Óhræsið" og „Grátittlingurinn", né
er-indið „til Finns Magnússonar" (bls. 106—11 og 113). — Kvæðið
„Sólseturs-ljóð" (bls. 69—74) hefði víst fremur átt að vera í
annari deild, teljast til þýðinga, — vera þá næst á undan „kvæði
eftir Joseph Addison" (bls. 215). — Ekki er heldur alveg vist,
að röð kvæðanna sé rétt hér, eftir aldri þeirra.

Bls. 65. — VÍTI. — Frumútg. i Fjölni, VIII., 53 (1845);
lesið á fundi i Fjölnis-félagi 10.(?) April 1845. Jónas skoðaði
Kröflu og umhverfið 19. Júli 1839 og næstu dagana. Sbr.
dag-bók hans, III. b., bls. 92—4 og 271. — Um Víti sjá bréf hans til
Finns Magnússonar 22. Júlí 1839 (II. b., bls. 25), ritgerð hans um
brennisteinsnámana, IV. b., bls. 19, og eldrit hans (hið danska),
IV. b., bls. 131 (m. aths.); e. fr. Lýs. ísl., II., 182—83.

Bls. 65—66. — FREMRI NÁMAR. — Frumútg. í Fjölni,

*) 2. 1. 1 3. er. bendir til, aS kvæðiö sé einmitt ort undir
þvl lagi.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0347.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free