- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
347

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 347 —

laust frá ferð Jónasar um Snæfellsnes 1841; hann fór frá
Ólafsvík inn að Krossnesi 11. dag Ágústmánaðar það ár og
hefir þá riðið fyrir neðan Fróðá, enda ber næsta kvæði vott um,
að hann reið þangað heim. — I fyrri hluta vísunnar á Jónas við
frásögnina í Eyrbyggja-sögu (22. og 29. kap.) um Björn og
Þuríði á Fróðá, systur Snorra goða.

Bls. 96—97. — Á GÖMLU LEIÐI. — Ehr. í J. S. 129, íol.,
komið „frá Páli Melsteð til Landsbókasafnsins 23./7. 1890"; hefir
hann skrifað á blaðið (sem er 15,8X10 cm.), neðan-við
kvæð-ið: „Þetta ritaði Jónas Hallgrímsson sjálfur og gaf mér. — P.
Melsteð. •— Þá var hann í Rvík., en eg á Brekku". — Frumútg.
í Skírni, 16. árg., 1842, bls. 133.

I Isl. þjóðlögum, bls. 559, er lag við þetta kvæði, talið vera
úr Vatnsdal. Bragarháttur „redondilla".

Jón Kjærnested (Kjernesteð) var sonur Þorláks
danne-brogsmanns Hallgrímssonar á Skriðu í Hörgárdal, en Þorlákur
var eitt af hinum mörgu börnum Hallgríms rmiðs Jónssonar,
bróðir séra Gunnars í Laufási, Jóns málara og þeirra systkina.
Jón Kjærnested tók upp þetta nafn eftir Friðfinni, föðurbróður
sínum, sem kenndi sig við fæðingarstað sinn, Kjarna í
Eyja-firði; þar bjó Hallgrímur, afi Jóns, um hríð, og þar dó Jón,
langafi hans. Jón Kjærnested var mikill hagleiksmaður, eins og
þeir ættmenn fleiri, en kunnastur varð hann fyrir sundkennslu
sína. Jón var um hríð erlendis og nam akuryrkju og garðrækt,
og sund. Hann hélt uppi námskeiðum í sundi víða norðanlands,
og í laugunum við Reykjavik vorið 1824.*) Hann skrifaði „um
áburðarauka" í Klausturpóstinn 1820, og leiðarvísir til
jarð-yrkju kom út eftir hann 1824 í Viðey. Hann hélt
Möðruvalla-klaustur 1825—28, en flutti eftir það vestur undir Jökul; bjó á
Munaðarhóli 1828—35, en dó næsta sumar, 25. Júní 1836, í
Ólafsvíkurbæ, 38 ára að aldri (f. 23. Sept. 1797).Jónas hefir
komið að leiði hans í Fróðár-kirkjugarði 11. dag
Ágústmánað-ar 1841.

Bls. 97—98. — BJARNI THORARENSEN. — Tvö ehr.,**)
frumritið sjálft, skrifað með blýanti í ferðakver Jónasar frá
sumarferðinni 1841 (bl. 11—13), sem verið hefir í vörzlu þeirra
feðga, Jap. og Joh. Steenstrups, prófessora, og annað ehr., sem
var í eigu mag. Boga Th. Melsteds og nú kgl. bókasafnsins í

*) Sbr. Árb. Esp., XII., bls. 132 (sbr. og bls. 156), Ann. 19.
aldar. I., 328 og 343, og Sundreglur próf. Nachtegalls (Kh. 1836,
bls. VII og 13), sjá II. b., bls. 227 og 229; e. fr. Klausturp. 1823—24
og Þrótt, 4. ár, 57—58.

**) Eöa 3, sbr. Nýtt Kirkjubl., 10. árg., bls. 86.

RIT J. HALLGR. I.

23

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0357.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free