- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
354

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 354 —

Bls. 108—111. — GRÁTITTLINGURINN. — Frumútg. í
Fjölni, VI., 11—13. Lesið á fundi í Fjölnisfél. 11. Febr. 1843.

„Ungur var eg" o. s. frv. Ef til vill má fara nærri um, hve
gamall hann var; þegar faðir hans dó, og dánarbúið var
skrá-sett, haustið 1816, var framvísað tvævetrum hrúti og þrevetru
trippi, dökkgráu. — Ætli þetta hafi ekki verið „óvitringarnir
ungu", og yrkisefnið sé bernskuminning frá því að :;káldið var
á áttunda árinu?

Grátittlingur er sami fuglinn, sem venjulega er nefndur
þúfutittlingur, sbr. V. b., ’bls. 44 og 63.

Bragarhátturinn er eins konar afbrigði eða tilbreyting af
dróttkvæðum hætti; eru sjö samstöfur í hverju vísuorði og
visu-helmingarnir aðgreindir þannig, að hver myndar er. Mun
hátt-urinn nýr og mætti kenna hann við Jónas.

Bls. 111—112. — ANDVÖKUSÁLMUR. — Frumútg. í
Fjölni, VI., 16—17. Getið á fundi í Fjölnisfélagi 4. Marz 1843.
Kvæðið er ort undir hinu gamla sálmalagi „Guðs vors nú ^æzku
prisum" og þvi hefir það verið nefnt sálmur.

Bls. 112—113. — Á SUMARDAGSMORGUNINN FYRSTA.

— Frumútg. i Fjölni, VI., 14. Lesið á fundi í Fjölnisfél. 14. Marz
1843. — í 3. er., 2. 1., er „dal" i frumútg., en „dali" i 1,—3. útg.

— 3. er., 5.—8. 1.; Jónas hafði í hyggju að fara rannsóknarferð
þetta sumar suður og austur um land. Hann fékk ósk sína
upp-fyllta.

Bls. 113. — TIL FINNS MAGNÚSSONAR. — Ehr. á
ukjól-blaðinu framan-við eintak af „Stjörnufræði eftir Dr. G. F.
Ursin", sem Jónas hefir gefið Finni prófessor Magnússyni, en iiú
er í Landsbókasafninu. Yfirskriftin er þar svo, og á ’bæði við
bókina og vísuna: „Til herra Finns Magnusen". Jónas hafði
bú-ið til útlegginguna, og var hún prentuð i Viðey 1842. — Visan
mun fyrst hafa verið prentuð í Sunnanfara, I., bls. 3, og síðan
í 3. útg., en siðasta orð í 2. 1. rangt á báðum stöðum, „fyr(r)"
f. „bezt". — Afskrift er til í hrs. J. S., 401, 4to, á litlum miða,
með hendi Jóns Sigurðssonar, vitanlega iaukrétt.

Vísan kann að vera ort í Höfn, en ekki í Reykjavik.

Bls. 115. — ORT ERLENDIS EFTIR 1842. — Þau kvæði,
nem hér eru talin til þess flokks, munu vera frá síðustu árum
Jónasar, ort eftir síðustu burtför hans frá íslandi, haustið 1842.
Öll eru þau sennilega ort i Höfn, nema þau 7, sem eru á bls.
128—133, og liklega síðara er. af kvæðinu á bls. 134 (til G. Th.)„
er munu ort í Sórey. Ekki verður fullyrt, að röð kvæðanna, svo
sem hún er hér, sé algjörlega rétt eftir aldri þeirra.

Bls. 117—118. — ANNAÐ KVÆÐI UM ALÞING. — Frum-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0364.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free