- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
356

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 356 —

skammt frá Gömlu-Uppsölum, haugur Egils konungs
Tunna-dólgs, sjá Skírni 1921, bls. 46—47. — Uppsalafundurinn Var
fyrsti almenni stórfundurinn, sem norrænir stúdentar héldu, til
að efla bræðraþel með Norðurlanda-þjóðunum.

Bls. 120—121. — ÚTI í VESTMANNEYJUM. — Ehr. í
K. G. 31 a, aftan-við nokkrar af vísunum, sem eru hér í næsta
kvæðaflokki á eftir („Annes og eyjar"), — í grápappírskveri,
sem vísan eftir Maren Havsteen er á aftast (sjá bls. 129 og
364); Jónas hefir ekki tölusett þetta kvæði með kvæðunum í
þeim flokki, sem eru í heftinu, enda á bað ekki heima í honum.
Fyrirsögn er engin í ehr. — í 1. og 6. er., 4. 1., hefir Jónas fyrst
skrifað „Sæmundar", en síðar leiðrétt það. Sigmundarsteinn cr
stór steinn í svo-nefndri Sigmundarurð, sem er neðan-við
Ker-víkurfjall, sunnarlega á Heimaey og að austanverðu. Sjá um
hann í IV. b., bls. 284. — í 1. er., 6. 1., hefir Jónas einnig fyrst
skrifað „háum", en strikað yfir bað og sett „votum" fyrir
of-an. — í 7. er., 4. 1., hefir Jónas strikað yfir „Maður" og bætt
aftan-við 1. í staðinn orðinu „Babel", og enn „Abel", en strikað
aftur yfir síðara nafnið. í 1.—3. útg. hefir 1. verið höfð svo
sem hún var í fyrstu, og nú er hún bezt svo. — Abel mun vera
Johan Nieolai Abel, sýslumaður í Vestmanneyjum 1821—52;
Jónas segir, að hann hafi verið „en dygtig Jæger" (sbr. V. b.,
bls. 74).

Bls. 122—128. — ANNES OG EYJAR. — Ehr. eru til :if
öllum kvæðunum í þessum flokki; 1.—10. eru í
grápappírsheft-inu í K. G. 31 a, og hefir Jónas tölusett þau þar sjálfur, fyrst
með bleki, þegar hann skrifaði þau í kverið, en síðan hefir hann
breytt töluröðinni dálitið með blýanti; 1.—4. hefir hann einnig
hreinskrifað siðar á hvíta smáörk (st. 22,8X18 em.), sams
konar og kvæðaheftið, sem er í Bmf. 13 fol., sbr. aths. við
„Ferðalok" (bls. 322) og víðar, og mun þessi örk hafa tilheyrt
þvi hefti í fyrstu. 8. kvæðið er einnig í gamla ljóðakverinu,
K. G. 31 b I, skrifað á aftasta blað. Af 11. eru 2 blýants-frumrit

1 grápappírsheftinu í K. G. 31 a, og er hvorugt eins og kvæðið
er sett í 1. (og 2.—3.) útg., enda hefir Jónas strikað yfir þau
bæði, og ekki tölusett kvæðið þar með hinum kvæðunum í
heftinu. Hann hefir skrifað það á ný, og 12. kvæðið hjá, á laust
grá-pappirsblað, sem er einnig í K. G. 31 a; það er jafnstórt
örkun-um í grápappírsheftinu og hefir liklega tilheyrt þvi í fyrstu, en
svo hefir það verið brotið í smáörk á hinn veginn (20,6 X
cm.); á 1.—2. bls. hefir Jónas skrifað með ’blýanti háðklausu á
dönsku um ráðning bandrúna, 3. bls. er auð, en á 4. eru bessi

2 smákvæði, fyrirsagnarlaus, skrifuð langsum. A hreinskrifuðu

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0366.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free