- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / I. Ljóðmæli, Smásögur o. fl. /
413

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 413 —

hliðina á erindunum, milli þeirra og kjalarins. •— Á eftir
orð-inu „klukkan" er lítil eyða í ehr.

Bls. 290—296. — HREIÐARS-HÓLL. — Frumpr. í Fjölni,
IX., 28—31 (1847). Þetta eru 2 brot, upphaf sögunnar og mikill
hluti sendibréfs, sem hefir átt að skjóta inn í hana. Ehr. er
glat-að, og verður nú ekki séð, hvort aths. nm. á bls. 290 er eftir
höf-undinn eða útgefendurna. — Bls. 291, 2. 1.: „eftirtektarverðir",
frumpr. „eftirtektaverðir". — L. 10 o. frv.: Stjórnarráðsbréfin
um friðun fornminja hér á landi voru gefin út 19. Apr. 1817. ■—
L. 27: „klaklaust", frumpr. „klakklaust", eins og oft er sagt. •—
Bls. 292, 14. 1.: „vor", frumpr. „vorar". — 2. 1. a. n.: „1. s. g.",
þ. e. „lof sé guði"; algeng skammstöfun í sendibréfum, og
raun-ar þessi setning öll. — Bls. 293, 2,-—3. 1.: „ef kaupmaðurinn
tek-ur hana af mér", nefnil. til sendingar til Hafnar, — til Jónasar,
sem bréfið á að vera skrifað. ■— 6.—7. 1.: „betur rita
krumma-klær"; úr vísu séra Jóns Þorlákssonar á Bægisá um skrift
fóst-ursonar hans, Jóns Sigurðssonar (Bægisár-kálfs), í Ljóðabók
hans, síðari deild, bls. 400; 5. 1. er þar svo: „betur skrifa
krummaklær". — Bls. 294, 4. 1.: „settumst", frumpr.
„settust-um", eins og sagt er í daglegu tali. — Bls. 295, 3. 1.: „horgreip",
svo frumpr.; „harðgreip" heitir efsti hálsliðurinn, og mun hér
átt við hann.

Bls. 296—297. — KLAUFLAXINN. — Frumpr. í Fjölni,
IX., 35 (1847). — í fornum sið var bannað hér á landi að eta
kjöt á föstunni; mátti jafnvel ekki nefna það þá á nafn, heldur
kalla það „klauflax". Var þetta nefnt „að sitja í föstunni", og
hélzt langt fram yfir siðaskipti. Segja þeir Bjarni Pálsson og
Eggert Ólafsson í ferðabók sinni (bls. 25), að í Kjósarsýslu sé
ekki skammtað hangið kjöt frá bví á sprengikvöld og til páska,
né nefnt kjöt; að vísu sé þetta í gamni, og reyni sumir að fá
aðra til að brjóta bessa reglu, svo að þeir missi af páskakjötinu,
en það lá við, ef út af var brugðið. — Margir munu einnig hafa
trúað bví með sjálfum sér, að það væri synd að nefna kjöt á
föstunni. Segir Jón Árnason það í þjóðsögum sínum, II., 574, að
almæli sé, „að þeir, sem vildu „sitja í föstunni", en varð bó á,
að gá ekki að sér", hafi grátið beisklega þá yfirsjón sina.
Bend-ir hann á þessa sögu Jónasar í því sambandi og prentar hana
upp. ■— Þessi siður hélzt enn við í tíð Jónasar og líklega íram
um miðja síðustu öld sums staðar. Var betta eins konar leikur,
því að menn leituðust við að fá hver annan til að nefna kjöt, —
og flot, sem ekki mátti nefna heldur; það var kallað afrás. ■—
Sbr. e. fr. frásögn í almanaki Þjóðvinafélagsins 1929, bls.
(96)—(97).

24*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:23:59 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/1/0423.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free