- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
10

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 10 —

TIL MAGNÚSAR EIRÍKSSONAR.

Rvk., 14. Marz 1832.

Kæri Eiriksen!

Fyrst gamli Sveinn enn þá liggur hér, þótti mér
synd að låta hann fara svo, að þú sæir öngva línu
frá mér. — í þetta sinn verður það samt ekki
mik-ið meira en að heilsa og kveðja. — Jóharm
Hall-dórsson m. fl. hafa skrifað þér allar fréttirnar, svo
ég sleppi þeim, og af sjálfum mér er ekkert að
segja, nema allt jafnt og bærilegt. — Veturinn
hef-ir að mestu leyti horfið mér í önnum; þó hefi ég
dálítið skvett mér upp á millum. Ball hefi ég, til
dæmis, aldrei forsómað. — Við höfum haft hér
sex böll í vetur, og á öllum hefir gengið
sómasam-lega og raskt til. — Af öðrum smáskemmtunum
mínum, — saklausum, eins og þú þekkir til mín, —
ætla ég ekkert að segja þér; — þú vilt, hvort sem
er, ekkert heyra um kvenfólkið. Ég hefi svona
brúkað einstaka fríkvöld til að spila alkort eða
syngja eða skrafa og spauga við kunningjafólkið.
— Af karlmönnum, sem ég get haldið út að
con-versera nokkuð með, er hér mikið fátt, þegar ég
undantek Hjaltested og Fischer, þennan, sem kom
til Ebbesens í sumar, eð var, og sem ég get mikið
vel liðið. — Hann er gamansamur, fínn og hefir
góðan smekk.

Heilsaðu Chr. Möller frá mér og segðu honum,
ég hafi lifað raskt og dansað heila nótt síðan ég
skrifaði honum til. — Ég býst annars við, að þú
látir hann færa mér allar fréttirnar af þér í vor, og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0018.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free