- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
80

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 80 —

tekið" spóann. Ég sendi hann Steinstrupi mínum
til að låta troða hann upp og útvega honum
„Glas-pjne", eins og dr. Scheving vildi fá sér um árið.
Verið að ferðast og athuga. „Sjónum spanska" etc.
Ég held það þurfi að stinga niður penna um
rúna-stein, sem ég fann suður á Hvaleyrarhöfða; hann
er eins og íleppur, ka’ minn, jarðfastur, á 6. alin
að lengd og vel tveggja álna breiður, með 27 eða
29 bandrúnum, sumum framt að feti á lengd; ég
veit ekki betur en það séu nöfn þeirra skipverja:
Flóka víkings, Herjólfs, Þórólfs smjörs, Sörla, Tóka,
Gunna o. s. fr. Ég dró upp steininn með myndunum
nákvæmlega, og bað biskupinn að senda harn
með fyrsta skipi til F. M. Þar er hann að sjá, ef
þú hefðir gaman af því. Runasteinana borgfirzku
held ég hafi séð alla, og í Bjarnarhelli fór ég, inni
við Hltardalsvatn; þar er eitthvert tröllaletur, sem
ég get ekki lesið, nema stöku nafn, t. a. m. f^JY^
(Krumur?).

Þetta er skrifað 13. Júlí.

,,í gærkvöldi var ég staddur á Þingvelli,
eins og íyrir fjórum árum. Sólin rann undir
vest-urbarm Almannagjár, fögur og tárhrein og
log-andi, og þótti mér vera eins og heiður Forngrikkja
eða Sléttumanna hyrfi skyndilega af jörðunni, —
svo var það mér þá mikill sjónarsviptir. Mér varð
þá reikað á Lögberg; ærnar prestsins voru þar
all-ar enn og bældu sig í lynginu ; — það er ekki
skrök-saga. — Ég nennti ekki að tala á þessu sauðaþingi,
og hálflangaði mig þó til þess, ef vera mætti,
ærnar skildu mig. Þá stóð djöfullinn hinu megin
Flosa-gjár. Hann hóf upp mikið bjarg og varpaði því í
hyldýpið, lagði svo við hlustirnar að heyra bjargið

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0088.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free