- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
108

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 108 —

verið komið út í almenning svo kappsamlega
sem þörf væri á. — En þá kvæðin hans Bjarna!
hvað á að gera við þau?

Yður óska ég alls góðs; en þegar þér fréttið
næst af mér, verð ég dauður úr sulti; því
sumar-ferðin hefir kostað mig 452—24. Hvar skyldi ég nú
eiga að taka ])essa 152—24, auk vetrarins?

Eigi ég að fara austur og komast yfir allt
Aust-urland, þá kostar sú ferð fimm 100 dali’, og það er
]>ó sannlega nauðsynlegt.

Ég vonast eftir að fá frá yður línu með
póst-skipinu. Bágast er nú samt, ef þér verðið þá ekki
búinn að fá skýrsluframhald mitt að norðan!

Ég hefi ekki enn getað heilsað biskupnum, en
efast samt ekki um, hann hafi sent yður „Flókasteirí’,
— eða hvað kalliÖ þér hann nú ?

Um Þórnesþing er einhver villa í Grönl. hist. M.;
ég skal segja yður það betur seinna. En eitt er að
segja enn, sem ekki má dragast. Það var rangsýni
um haug Þórólfs mostrarskeggs. Ég fór að grafa í
hann við 6. mann og fann undir grassverði klett,
„tröllahlað" = en Doleritgang i Trappen. Hr.
Steenstrup kan imidtertid bevidne, at Udseendet var
skuf-fende. Thorolfs-højen er for Resten uden Tvivl
for-svvnden, for Søen brækker meget paa denne
Land-tmige. Vi søgte flittigt og længe — 6 Mand stærke —
over hele Haugsnes, som ikke er af betydeligt
Om-fang, gravede endog paa flere Steder, og fandt intet.

Ég má ekki vera að }>reyta yður lengur á þessu
klóri, sem ég veit að muni vera ólesandi.

Með ást og virðingu

J. Hallgrimsson.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0116.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free