- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
133

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 133 —

hann geti fengið fyrir það. Slíkum manni yrði ég
að hætta að þjóna. Honum væri nær að birta á prenti
— vísindunum til nota, eitthvað af því nýja, sem ég
hefi sent honum, heldur en að kasta því í magasínið
og segja, það kosti ekki neitt. Og Forchhammer
skyldi vera eins; bara hann sé svo náðugur, að kasta
því samt ekki út, — því það, sem ég hefi sent, er
raunar allt saman „de nødvendige Bilag til min
An-skuelse af og Beretning om Isl. geognostiske Forhold".
Annars get ég ekki skapað nýtt grjót og verð að taka
landið eins og það er til, eða þá að ljúga. — En
hitt tekur samt yfir: Það vita bæði guð og menn, að
ég hefi aldrei haft neina Instruktion frá Rentuk. og
aldrei hefir það sagt eitt orð um, að ég skyldi fara
í brennisteinsnámana í fyrra sumar. Ég heyri það
ekki fyr en þér segið það, og fékk ég þó bréf frá
því í fyrra vor; það reynir á þolinmæðina. að þurfa
að heyra slík ósannindi; eða myndi ég ekki hafa
gert það eins fúslega, ef Rk. hefði æskt þess? Það
hefði þó að minnsta kosti verið töluvert
kostnaðar-minna fyrir mig.

Mér er mikil ánægja að vera félagi
fornfræða-félagsins, og hefi nú öngva frekari kröfu til þess, því
kostnaður sá, sem ég hefi haft þess vegna, er svo
samtvinnaður við annan ferðakostnað minn, að ég get
ekki gert því reikninga, nema of-lága eða. of-háa
eft-ir því, sem ég tæki það. En ég hélt í fyrra, ég gæti
það, af því þér höfðuð þá sagt, félagið myndi í því
skyni vilja borga mér ferðir og fyrirhöfn, þegar þér
beidduð mig að revidera Borgarfj.-steinana.
Steinn-inn úr Helgaf.-sveil er grafinn upp úr bæjarbroti á
Hrísum, og ef til vill einn af þeim, sem fornmenn
hituðu til að hafa mjólk á. Spýtan og
marmarabrot-ið er úr gömlu Bjarnastaða-kirkju, hvað sem þið seg-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0141.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free