- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
167

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 167 —

inn gekk á móti henni, og tók ofan kórónuna og
Imeigði sig, en hún kyssti á hönd sina og brosti, og
svo föðmuðust þau, og maðurinn drottningarinnar
og allt fólkið stóð hjá og horfði á, hvernig þau fóru
að heilsast.

„Heilsaðu konginum, gæzka!" sagði drottningin;
„ég tók manninn minn með mér, séra Filippus! Það
er skemmtilegra að hafa hann með". „Gaman og
ó-vænt æra", sagði séra Filippus; „en komið þið nú
heim að fá ykkur einhverja hressingu". Svo var
geng-ið heim, og konungurinn leiddi drottninguna, og
mað-urinn drottningarinnar og allt fólkið gekk með og
horfði á, hvernig þau fóru að leiðast og ganga.

Þegar kom heim á völlinn, hafði enginn munað
eftir, að hann var fagur eins og spegill; en fötin
drottningarinnar voru svo síð, að ekkert bar á, en
hitt kvenfólkið gekk allt hokið og beygði sig í
hnján-um, og sumar settust niður og létust vera að gera við
skóinn sinn. Kongurinn tók fyrst eftir þessu, og
skipaði að bera ösku á völlinn, svo kvenfólkið gæti
gengið heim; svo var borin aska á völlinn, og svo
gengu allir heim.

Blaðið er nú á enda, eins og hver maður getur
séð; ég veit ekki, hvort einhver vill halda þessari
sögu áfram og tala um viðtökurnar heima.

Viktor Eremita.

TIL KONRÁÐS GÍSLASONAR.

(Sórey, 3.(?) Marz 1844).

Ja, vidste Du, Ven, hvor mangefold
man prøver i fremmede Lande!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0175.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free