- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
223

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 223 —

inn, svo eitthvað sé að gripa til, þegar hallæri ber að
höndum eða önnur stórkostleg ógæfa; enda er
von-andi, að flestir hafi notað góðu árin fyrirfarandi tilað
auka þennan sjóð, sem á að vera þeirra neyðarforði.
En hvernig eru þessir fjármunir geymdir? Þeim raun,
eins og von er, víðast vera komið í peninga; en svo
eru peningarnir látnir i böggul, og sett fyrir innsigli,
og lagðir til hvíldar niður í handraða. Þetta þætti
öðrum þjóðum ótrúlegt, sem vita til hvers peningar
eru og hafa heyrt, að íslendingar séu skynsamir
menn. Við kippum okkur samt ekki upp við það,
Is-lendingar, sem vitum, að fáir ómaka þá úr kistunni,
nema ef það vill til stundum, að einhver kaupir hross
eða jörð. Þetta er of satt, og hlýzt eins og annað af
framkvæmdarleysi þjóðarinnar, sem lætur alla
verzl-unina vera í annara höndum, og sömuleiðis
fiskiafl-ann og hvalveiðarnar, þó það hvorki sé stjórninni
að kenna, né þurfi svo að vera vegna þess, hvað
land-ið er fátækt. Hvað hreppana snertir, þurfa samt ekki
þeirra peningar að liggja arðlausir í handraðanum.
Það er handvömm, og ætti hvergi að viðgangast!
Konungurinn hefir leyft, að peningar allra
almenn-ings-fjársjóða á íslandi, og þeirra, sem eru ekki
ráð-andi fjár síns, megi koma á rentu í
jarðabókarkass-ann, við skuldabréfum, er segja má upp með
missir-is fresti, hvenær sem eigandi vill. Að vísu hafa
marg-ir séð, hvaða hagnaður þetta er, og orðið til að nota
sér konungsleyfið, en samt fer varla hjá því, að það
eru miklu fleiri, sem enn þá geyma peningana heima
— að minnsta kosti var það svo fyrir tveimur arum,
og sást bezt á því, hvað tvær eða þrjár sýslur sköruðu
langt fram úr öllum hinum. Það er nú vonandi, að
hrepparnir færi sér i nyt þessa ráðstöfun, og enginn

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0231.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free