- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
232

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 232 —

sjón með piltum í baðinu, ber honum að gæta þessr
að þeir þvoi sig alla upp rækilega, og lofa öngvum
upp úr fyr en það er búið.

Séu piltarnir margir, verður kennslumaður að
skipta þeim, og lofa ekki fleirum útí í einu, en að
hann geti haft hliðsjón af þeim, og verið undir eins.
viðlátinn að bjarga, ef einhverjum hlekkist á.

Eftir því, sem hver kemur upp úr, á hann
tafar-laust að fara í fötin, og ganga svo um gólf, eða hreyfa
sig með einhverju móti.

Það er að sönnu almenn varúðarregla, að þurka
vel upp líkamann, þegar komið er úr baði, og núa
hann allan með ullarlepp, ef því verður við komið;
en langvinn reynsla hefir samt sýnt, að það er
öld-ungis óskaðvænt heilbrigðum unglingi, þó brugðið
sé út af þessari reglu. Á hinn bóginn er það einkar
áríðandi, að klæða sig fljótt, og fara svo að hreyfa.
sig, þegar komið er úr baðinu.

Hrædda pilta og kveifarlega á kennslumaður
að taka, dýfa þeim nauðugum og gusa vatni á þá;
aftur ber honum að sjá um, að piltarnir færi ekki
hver annan i kaf, eða tuskist í baðinu, án þess hann
leyfi, þvi það eru sumir, sem þola ekki margar dýfurr
og fá af þeim uppsölu og eyrnaverk eða önnur
óþæg-indi.

Stundum vill það til, þegar menn koma úr kafir
að loka er fyrir eyrunum, og kemur af vatni, er
runnið hefir inn i hlustina. Hægt er samt að ná henni
burt með því móti, að hnykkja snögglega höfðinu og
handleggnum niður á við til þeirrar hliðar, sem hún
situr fyrir eyranu. Sá, sem búinn er að baða sig
nokkrum sinnum og er orðinn óttalaus, getur farið
að venja sig við sundtökin.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0240.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free