- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
329

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 329 —

hugvekju fyrir ógætni hans og til þess það gæti
orð-ið öðrum til viðvörunar.

2.

Nú kemur sækjandi til varnarskjals herra
Sven-zons og gjörir, að mér virðist, lítið úr málsvörn hans.
Þar mér nú er kunnugt, að höfundur skjalsins
sjálf-ur er fjarverandi, tel eg mér skylt að taka svörum
fyrir hann að svo miklu leyti, sem sækjandans
mót-mæli áhræra höfuðefni sakarinnar; og byrjar þá
sækjandinn með þeirri meðkenning, að hann vel trúi,
að Svenzons frásaga um sættatilraun sina og önnur
afskipti af málinu sé sönn og hreinskilin, og er eg
að vísu vel ánægður með það, þess ákærða, Svenzons,
vegna, — því betra svars af actor mun hann varla
sjálfur hafa óskað sér. — Eg vona því og beiðist, að
sá hávísi réttur leggi þessa af actor sjálfum órengdu
frásögn til grundvallar við yfirvegun Svenzons
máls-atgjörða i héraði, í því trausti, að orð hans ekki
skilj-ist alstaðar eins og actor sýnist að vilja taka þau. —
Bréfin milli herra Svenzons, bóndans Sæmundar og
sr. Thorarensens eru nú einu sinni framlögð, hvort
sem hann hefir gjört betur eða ver í því, og get eg
að vísu ekki séð, hvernig samanburður skjalsins lit.
E við nr. 3 í nótaríal-kópíunni gefur fullnóg rök til
þess að áminnzt kópía ekki sé áreiðanleg.

Mótmæli actors gegn skjölunum lit. N, 0 og P læt
eg liggja milli hluta, þar það virðist hafa ofmikið
umstang að fá þau eiðfest. — Þó leyfi eg mér að
geta þess, að skjalið N er skýrsla eiðsvarinna
þing-votta um það, sem í réttinum framfór, og lit. 0
gef-in undir eiðstilboð; en hvers vegna actor kallar þau
betlibréf, veit eg ekki; — mér sýnist ekki vert að
skopast að, þó ákærður maður leiti sér leyfilegra
meðala til að bera hönd fyrir höfuð sér. — Hafi

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0337.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free