- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
331

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 331 —

1 máli því, er sá ákærði Sumarliði hefir hér lagt
undir þess hávísa Landsyfirréttar milda og
sann-gjarna dóm, er honum af réttvísinnar hálfu einkum
gefið tvennt að sök:

1. að hann frá því haust, eð var, hafi hjá sér
hald-ið tveimur ám, sem hann í fyrra vor hafði fengið
þáverandi vinnukonu sinni, Margrétu Ólafsdóttur, til
eignar, en leituðu síðan til átthaga sinna og komu
fram í fé hans með hans óbreytta fjármarki;

2. að hann hafi lagt dulur á óþekkta kind, sem
hann rak úr Arnarhólsrétt í haust, eð var, í þeirri
meining, að vinnukona hans, Sigríður
Sigurðardótt-ir, ætti hana, en fekk síðan burtu til annars manns
upp í kvíguverð.

Þar nú eð háa stiftamt hefir með skipunarbréfi
frá 4. þessa mánaðar, er eg þegar í undirgefni hefi
framlagt, boðið mér að halda hér svörum uppi fyrir
þann ákærða, Sumarliða, tel eg mér skylt að
yfir-vega stuttlega undirrót þessara sakargifta, og
jafn-framt geta þess, er mér virðist helzt eigi að metast
honum til afbötunar.

1.

Hvað fyrri ákærunni viðvikur, þá er það með
vitnum fullsannað og af héraðsdómaranum að
álit-um gjört, að sá ákærði, Sumarliði, krafðist strax í
fyrra vor af þáverandi vinnukonu sinni, Margrétu
Ólafsdóttur, að hún afmarkaði báðar þær ær, er hann
þá afhenti henni til eignar, en öngvu að síður komu
þær í haust, eð var, i fé hans um veturnætur og voru
þá enn báðar með hans fjármarki óbreyttu.
Fyr-nefnd Margrét, eður húsbóndi hennar, höfðu því
með öllu fyrirgjört eignarrétti sínum á þessum
kind-um, beint eftir lögbókar vorrar llb., 48. kap., og sá
ákærði, Sumarliði, framdi því heldur ekkert
laga-brot, þótt hann héldi eign sinni; og enn þótt hann

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0339.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free