- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
350

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 350 —

Stjörnuturninum í Höfn, f. 1797, d. 1849. Jónas hefir um þetta.
leyti verið farið að langa til að koma tilgreindri bók út á íslenzku..
Sbr. V. b., bls. XCIX. — 5. 1., „K.", Konráð. — 9. 1. „Magnusen",
Finnur Magnussøn prófessor. — 11. 1., „með spjótamyndum";
skorur eru i steinana, sem eru visir enn, eða einn að minnsta
kosti, hjá réttinni, en ekki munu þær skorur eiga að vera
spjóta-myndir. — 14. 1., „Tandraseli", ehr. „Tindraseli".

Bls. 36—40. — TIL DEILDAR HINS ÍSLENZKA
BÓK-MENNTAFÉLAGS Í REYKJAVIK. 9. Apr. 1840. — Ehr. Í hrs..
Bmf. i Lbs., nr. 73, fol., skrifað á 3 smáarkir, sem eru lagðar
hver innan i aðra i lítið hefti. A 1. bls. efst er dagsetningin, og
neðar er skrifað: „Frumvarp um veðurbækur. — Til deildar hins
íslenzka Bókmenntafélags i Reykjavik". — Þetta erindi var tekið
fyrir á næsta deildarfundi, 6. Okt. næsta haust (bókað sama
dag í dagbók deildarinnar). Fékk þetta mál hinar beztu
undir-tektir, sbr. V. b„ bls. XCIX og CIX. — Bls. 37, 17. 1.,
„veður-bók (Obs. Met.) herra Thorstensens landlæknis", þ. e.
Observa-tiones Meteorologicæ a 1. Jan. 1823 ad 1. Aug. 1837 in Islandia
facta a Thorstensenio medico. Hafniæ 1839.

Bls. 40—41. — TIL KONRÁÐS GÍSLASONAR. 31. Mai
1840. — Ehr. í K. G. 31a., skrifað á kvartörk; 3. bls. auð, á 4..
utanáskrift; þar hefir Konráð einnig sett: „Skrivað". ■— Bls.
40, 10.—11. 1. a. n., „Hafðu blessaður skrifað mér til"; Konráð
hafði skrifað Jónasi, sennilega 2 bréf, en þau eru nú glötuð.
Enn skrifuðu þeir Brynjólfur honum 19. Mai, og eru þau bréf
til bæði, en síðan ekkert annað frá þessu ári. Með bréfinu 19.
Mai sendi Konráð Jónasi bók Ursins, og Brynjólfur skýrði frá,.
að töflurnar fengjust. Jónas hefir ekki verið búinn að fá þessi
bréf frá 19. Mai, er hann skrifaði. — 7. 1. a. n., „Skúla", þ. e.
Sk. Thorlacius, fulltrúi við skjalasafn innanríkisráðuneytisins i
Höfn; d. 1870. Hann var sonur Theodors (Þórðar) sýslumanns
Thorlaciusar. 3. 1. a. n., „rekreera mig", hressast. — „Dr.
Hjalta-lín", Jón, síðar landlæknir. — 2. 1. a. n., „skarifisera", gera
skinn-sprettur (til lækninga). — 1. 1. a. n., „skrifa á móti Tuma", séra
Tómasi Sæmundssyni, varnarriti hans fyrir Fjölni; það kom út.
þennan vetur og var skrifað á móti árás drs. Jóns Hjaltalíns,.
sbr. bréfið frá 4. Okt. 1839 og aths. við það.

Bls. 41. — TIL JAP. STEENSTRUPS. Vorið 1840. Ehr.
var í eign Joh. Steenstrups, prófessors; ódagsett. Skrifað öðru
megin á kvartörk; hinu megin utanáskrift: Hr. Geolog J.
Stein-strup. — Fyrir neðan bréfið hefir Jónas skrifað: „Lexicon. —
lasinn — upasselig. — sóttarmeðal — kan, hvis du vil •—
over-sættes ved engelsk Salt. — tefla við páfann ■— spille Tavl (et

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0358.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free