- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
395

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 395 —

bréf ritgerð eftir Stefán Einarsson í Skírni 1935, bls. 145—56.
Er þar bent réttilega á, hversu ferðasagan er sviplík að stil
sögunni um „Gullhúsið kongsins og drengina" (Sunnanf. IX)
og „Sögunni af Heljarslóðarorustu" eftir Ben. Gröndal. Hin
siðarnefnda er eflaust samin með þessa ferðasögu sem
íyrir-mynd (sbr. einnig bls. XLIV i formála 2. útg. kvæðanna), en
hitt virðist ekki eins líklegt, að hin fyrnefnda sé fyrirmynd
ferðasögunnar. — Sagan um gullhúsið og þær tvær sögur
aðr-ar i svipuðum stil, sem eru i sama handr. (J. S. 289, 4to) eru
sennilega allar yngri en ferðasagan, og litlar likur til, að bær
séu samdar af séra Búa Jónssyni, eða handritið komið :crá
honum til Helga Jónssonar, bróðursonar hans, sem J. Sig. fékk
það frá 20. Febr. 1857, þótt það sé fullyrt í S’unnanfara. •—
Formið „er gripið beint út úr tali islendinga i Kaupmannahöfn
um bær mundir, bvi bá var siður ýmsra að heimfæra i spaugi
allt upp á Island og segja allt með íslenzkum sveitablæ". segir
í formálanum fyrir 2. útg.

í K. G. 31 a er einnig annað ódagsett bréf, sem virðist
helzt vera frá byrjun Marzmánaðar. Það er til Gísla S.
Thorar-ensens og er eintóm „Absurd-Komik". Það er í bundnu :náli
og er bragarhátturinn „pentameter" (fimmfætt metur). Þvi er
sleppt hér, því að það þótti ekki fallið til að gefast út. — Miði
lítill er s. st., með 3 ferskeyttum visum á, sem virðast ætlaðar
K. G. Hafa þær að líkindum fylgt ljóðabréfinu til G. S. Th.

Bls. 167—169. — TIL KONRÁÐS GÍSLASONAR. 3. (?)
Marz 181fli. — Ehr. í K. G. 31 a, skrifað á smáörk, sem raunar
er hálf kvartörk, samanbrotin, sams konar og síðasta bréf er
skrifað á. Fyrsta er. byrjar efst á 1. bls., yfirskriftar- og
ávarps-laust. Þessi smáörk hefir verið þribrotin saman, og
skrifað á eyðu neðst á 4. bls., öfugt við meginmálið: „Til herra
Konráðs Gíslasonar, í Kaupmannahöfn. •— Fylgja tvö bréf til
J. Hallgrímsson[ar]. Falið á hendur Br. Péturss.". •— Hann
hefir þvi sent Br. P. þetta bréf til K. G. innan-í öðru bréfi til
Br. P., sem nú mun glatað. Hin tvö bréfin, sem voru til hans
sjálfs, og sem hann nú sendir til K. G., nefnir hann í þessu
bréfi, en að öðru leyti bekkjast þau ekki. — Þetta bréf er svar
við bréfi frá K. G., skrifuðu 24. Febr. og 1. Marz og stimpluðu
i K.-höfn 1. Marz 1844; hefir Jónas því ekki fengið það fyr en
þann dag eða hinn næsta. — í svari K. G. við þessu bréfi, dags.
6. Marz 1844 i Höfn, stendur: „Bréfið þitt kom i gær". Mun
því mega ætla, að það sé skrifað um 2 dögum áður, 3. Marz. —
Bls. 167—168. „Ja, vidste du, Ven", o. s. frv.; sbr. I. b., bls.
256, kvæðið „Efter Assembléen", m. aths. — Bls. 168, 12.—

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0403.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free