- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
411

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

__ 411 —

ekkjumaður og hættur að búa, en var hjá Þórði, syni sínum, í
Haga. — 11. 1., „Thorlacius", Árni; hann var kjörinn, en kom
aldrei til Alþingis. — „Ásgeir", Einarsson; bjó síðast á
Þing-eyrum; dó þar 1885.

Bls. 194- — TIL FINNS MAGNÚSSONAR. 14. Okt. 1844.

— Ehr. í skjalasafni Bmf., skrifað á stóra kvartörk, 1 bls.; á
4. bls. er áritunin; e. fr. stendur neðst á 1. bls., vinstra megin:
„Til hr. etatsráðs Finns Magnusen". Bréfið er í smáböggli,
ásamt ýmsum reikningum o. fl., og hefir F. M. skrifað utaná:
„Vedkommende mine og det Islandske Literære Selskabs
Af-regninger med Herr Cand. Jónas Hallgrim[s]son 1844 (2den
Pakke". — „Sörni", Søren Kattrup, sjá bls. 341 hér. — „Gold-

’izt"; F. M. var forseti Hafnardeildar Bmf., sem Jónas starfaði
fyrir að undirbúningi lýsingar íslands og prentunar
íslands-uppdráttar Björns Gunnlaugssonar. Þeir peningar, sem hann í
þetta og önnur skifti fékk hjá F. M., voru borgun til hans fyrir
þau störf. Hann hafði þegar fengið rúma 190 dali greidda
þetta ár og gåt ekki átt von á að fá meira. Þó varð það úr.

Bls. 195. — TIL JÓNS SIGURÐSSONAR. Um 15. Des. 1844■

— Ehr. í hrs. Bmf., nr. 13 í abr., skrifað annars vegar á hálfa
smáörk; hins vegar áritun: „Til herra Jóns Sigurðssonar,
al-þingismanns". Prentað áður, að miklu leyti, með 2. útg. kvæða
Jónasar, bls. 381. Er ódagsett, en sjá má af áritun og innihaldi,
að þetta er skrifað í skammdeginu nokkru fyrir sólstöður 1844.

— „Nefndarfund", i stjórnmálanefnd þeirri, sem kjörin var á
þjóðmálafundi islendinga i Höfn 8. Nóv. 1843 og Jónas var
kosinn i 14. Nóv. 1844; Jón var aðalmaður og formaður í
nefndinni; hinir voru Br. P., Oddgeir Stephensen og Þorsteinn
Jonsson (frá Armóti, siðar sýslumaður). Sjá fundabókina i
Andvara, 45. árg. (1920), bls. 5—9 og 35. — „Veturinn" o. s.
frv., 1839—40, sbr. bréfin hér að framan frá 2. og 4. Marz
1840. — „Ef þið þyrftuð" o. s. frv. Jónas hafði verið kjörinn
forseti á þjóðmálafundunum 14. og 28. Nóv., en síðan virðast
engin fundahöld hafa orðið i félaginu fyr en 6. Marz. Er ekki
ólíklegt, að það hafi verið óhraustleika Jónasar að kenna. Sbr.
V. b„ bls. CLXV—VII og CLXIX—XXI. — „Skjalið",
nefndar-álitið. — „Kortin", fyrstu fjórðungsblöðin af uppdrætti
Is-lands.

Bls. 195—196. — TIL FINNS MAGNÚSSONAR. 26. Febr.
1845. — Ehr. í ríkisskjalasafninu í Höfn, skrifað á hálfa
heil-örk. Áritun annars vegar; er hún með titlum og orðum, og
síð-ast: „Forseta deildar ins ísl. Bókmenntafélags í
Kaupmanna-höfn". — „Eg fékk ekki"; fundarboðið var dagsett 21. s. m.;

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0419.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free