- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
417

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 417 —

efni. — B. Th. svaraði bréfi v. Sch. 7. n. m. og sendi honum
frumdrætti til skírnarfontsins, en óskaði að ráðgast við v. Sch.
um verkið. Greifafrúin hafði óskað, að upphækkuð mynd væri
á skálinni. B. Th. gerði uppdrátt til myndar af „skírn Jesú",
og sendi v. Sch. þá mynd til Hafnar. B. Th. vildi hafa þá mynd
á fótstalli undir skálinni, en ekki á henni sjálfri, og það líkaði
v. Schubart vel. Næsta ár, 4. Marz, skrifaði hann B. Th. aftur
og kvaðst þá hafa fengið bréf frá systur sinni. Hún var hrifin
af uppástungu B. Th. og uppdrætti hans. Hún skýrði einnig
Sybille systur sinni frá þessari fyrirætlun. Frú Sybille varð
grátfegin og skrifaði bróður sínum nánar um þetta, en hann
aftur B. Th. 26. Júlí s. á. Barónninn bað nú B. Th. dvelja hjá
sér nokkra hríð úti á landi, í Montenero, og fást þar við þessa
lágmynd á font systur sinnar; þáði B. Th. það og mótaði
mynd-ina í Agústmánuði eða byrjun næsta mánaðar. Þótti
barónin-um hún einhver hin fegursta lágmynd, sem hann hafði nokkru
sinni séð. Af ýmsum ástæðum dróst það fyrir B. Th. að låta
smíða fontinn. Um 1 ári síðar, 6. Ag. 1806, getur hann þess í
bréfi til v. Sch., að hann vænti þá að fá senn marmara í hann
og skuli þá byrja; v. Sch. svaraði um hæl, 15. s. m., og bað
hann hraða verkinu, því að systur sinni væri farin að leiðast
biðin. Frú Sybille Reventlow hafði getið um skírnarskál úr
silfri, sem væri í kirkjunni, og hún hafði sent mál af skálinni,
ef B. Th. óskaði að taka nokkuð tillit til þess og skálin yrði
notuð. B. Th. virðist hafa tekið þetta til athugunar og séð, að
kirkjan þyi’fti raunar enga nýja skirnarskál, heldur nýjan
„font", eða stöpul undir og um silfurskálina. Hann hafði
mót-að eina mynd á þennan stöpul, og nú, 1806, gerði hann aðra:
María með Jesúm sem barn, og Jóhannes hjá. Barónninn féllst
á að hafa fontinn þannig, skrifaði B. Th. 9. Marz 1807 og bað
hann nú gera fontinn sem allra-fyrst, því systur sína í Höfn
langaði mjög til að fara að fá hann; kvað hana mundu þá
verða B. Th. að liði, og þar hafði hann rétt að mæla, því að
frú Charlotte Schimmelmann hafði mikil áhrif í Höfn, ekki að
eins á mann sinn, heldur einnig á aðra stjórnmálamenn og
stórhöfðingja, sem allir unnu þeim hjónum og virtu mikils
til-lögur þeirra. Framgangur B. Th. i Höfn, að svo miklu leyti sem
hann var orðinn nokkur, virðist hafa verið ekki hvað sízt
hennar áhrifum að þakka. — En raunar hafði B. Th. ætlað
Gott-skálki föður sínum, bláfátækum, að njóta þess, sem hann gerði
fyrir frú Schimmelmann. Þó skrifaði hann henni ekki neitt í
þá átt sjálfur, heldur bað bróður hennar um það. En ekki
verð-ur séð, að frúin hafi liðsinnt gamla manninum neitt, enda er
RIT J. HALLGR. II. 27

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0425.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free