- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / III. Dagbækur,Yfirlitsgreinar o. fl. /
27

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 27 —

hafa orðið úr, eru þar miklu minni en áður og
full-komnari að öllu sköpulagi; hvorki hitinn né þyngslin
hafa þá heldur verið eins ákaflega mikil og hið fyrra
sinn. Ammonshornin eru áður nefnd; um þetta leyti
hafa þau verið í mestum blóma, og má sjá þau bæði
mörg og stór í þessum kalklögum.

Júra-kalkið er yngra en hitt, og furðulega
mik-ið lag. Það nær um mest-alla Norðurálfu, og er sums
staðar 500 faðma þykkt. Öll líkindi eru til, að það
hafi myndazt í hyldjúpum og grafkyrum sjó. Þá
hefir jörðin öðlazt hviid eftir svo margar og
fjarska-legar umbyltingar, og á meðan hefir allur sá grúi af
lifandi skepnum, er Júra-kalkið siðan varð úr, lifnað
og margfaldazt i hafdjúpinu. Enda er það margt
skelfilegar skepnur, sem þá hafa verið á dögum, þó
aldrei sé nema ferfætlurnar (Firben, nokkurs
kon-ar skriðdýrakyn) 50 og 60 álnir á lengd.
Krókódil-arnir eru stærstar ferfætlur á vorum dögum, og þó
«kki meir en 10—15 álna langir.

Ofan á Júra-kalkinu er aftur sandsteinslag. Það
er býsna-laust í sér, og sums staðar tollir það ekki
saman, en járnsandur eða aðrar dyngjur eru að finna
í þess stað.

Seinast kemur krítin; hún er víða um lönd, og
verður sums staðar að mergli; en þetta lag má alls
staðar þekkja á eldtinnum, svörtum og gráum, sem
þar er að finna, og bregzt ekki, þær séu þar innan
um. — Svona endar flóðöldin.

Nú hefir orðið almenn og stórkostleg
umbylt-ing, og allar skepnur dáið, sem áður voru á lífi, en
nýjar myrdir komið í ljós. Þetta er

3., umbyltinga-öldin.
Þá hefir fyrst farið að verða vart við veðramun

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:31 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/3/0035.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free