- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / III. Dagbækur,Yfirlitsgreinar o. fl. /
29

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 29 —

■öllu þeirra sköpulagi, hvernig landslagi og veðri hafi
orðið að vera háttað, þegar þær voru uppi.*)

Eitt er enn frá þessari öld harla merkilegt, og
verð ég að geta þess. Það er alkunnugt, hvað nú er
mikill munur á veðráttufarinu í Mundíafjöllum og
löndunum þar fyrir sunnan. Öngvu að síður finna
menn þar í fjöllunum menjar þess konar dýra, er nú
á dögum lifa í Miðjarðarhafinu. Þar af má ráða, að
Mundíafjöllum hafi ekki verið skotið upp á
umbylt-inga-öldinni, og allt bendir til, að það hafi einmitt
orðið í hinni síðustu jarðarbylting, er greinir þetta
tímabil frá vorum dögum, og jarðfræðingarnir nefna
hina

U. eða umbreyttu öld.

Sú umbylting, sem þá hefir orðið á jörðunni, og
hnötturinn allur orðið fyrir að líkindum, er eflaust
hin sama, sem vér höfum sögur af, og almennt er
kölluð Nóaflóð eða syndaflóð. Þá hefir jörðin eyðzt
af vatnagangi, en menn og skepnur hafa samt
kom-izt af á háfjöllum suður í Austurálfu og víðar, ef
til vill. í því flóði hafa hnjúkar hrunið, og sjórinn
borið björg með sér víða um lönd, og liggja þar eftir
stórdyngjur lausra steina, eins og sjá má hér og hvar
á íslandi, (en ekki má blanda þeim saman við
bruna-hraunin). Á undan flóðinu hefir landslagið verið

* Cuvier hefir hér, eins og annars staSar i dýrafræðinni,
komizt lengra en flestir aörir. Hann hefir tekiS saman mikiS
rit í 7 böndum, er hann kallar „skoðunarbók hinna fornu beina"
(Recherches sur les ossements fossiles), og lýsir 1 því 160
forn-aldar-dýrum, og þar á meðal 7 fílum, 4 nashyrningum, 1
hesta-tegund, 1 galtartegund, 13 hjartartegundum, 30 uxategundum,
20 kjötætum, 15 krókódilum, 21 skelpöddu, 10 froskum, og
mörg-um öSrum, sem eru svo ólík þeim dýrum, er nü eru uppi, aS
hann hefir orSiS aö gefa þeim ný ættarnöfn.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:31 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/3/0037.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free