- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / III. Dagbækur,Yfirlitsgreinar o. fl. /
171

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 171 —

merkingu letursins, að rannsaka staðinn; því á einn
bóginn er merkis-álit F. Magnussens, en hinu megin
útlit hólsins, er ber öll merki þess að vera kuml, þótt
lítið sje, og jafnframt nafnið sjálft, Flekku-Ieiði, og
al-menn sögusögn, og svo rík, að þar eru tengdar við
bábiljur, svo sem til að mynda, að Flekka hefði sagt,
þar myndi ekki farast skip á réttu sundi, meðan hún
lægi fvrir opinni leiðinni. Þessu trúa Strandarmenn
svo ríkt, að þeim stóð hinn mesti stuggur af komu
minni, og hét ég þeim að låta Flekku kyrra, ef ég
fyndi hana, og kvaðst gjöra þetta í virðingarskyni,
svo sem oft heföi verið gjört við helga menn. —
Leyfi til rannsóknarinnar hefi ég nú loksins fengið
hjá landsdrottni, séra Pétri á Kálfatjörn, og samþykki
ábúanda, Páls bónda, móti tilhlýðilegri borgun fyrir
jarðusla, þar hóll þessi stendur í óslegnu túni.

Letursteinninn er nú upptekinn og mældur:

Lengd hans er 15 " — I6V2".

Breidd 12 ".

Þykkt 4"— 5".

Hann er því, sem sjá má, lítil og heldur
ólögu-leg hraunhella.

Nú er rannsókninni lokið! Af því hingað og
þang-að var að sjá steinsnyddur út úr brúnum
hæðarinn-ar, þótti líklegt, að vera myndi steinhleðsla.
Gras-svörðurinn var því allur afskorinn og moldinni sópað
af grjótinu; var þetta jarðlag hvei’gi meira en hálft
fet á þykkt. — Þá kom það í ljós, að undir var
ein-læg, jarðföst klöpp, eður rjettara sagt hraungarður,
svo þar hefir aldrei nokkur maður heygður verið.

Það er því Ijóst, að annaðhvort hefir F. M. rétt
að mæla, eður þetta eru brellur einar, og hefir þá
einhver hrekkjakarl látið hjer steininn til að blekkja
menn trúgjarna.

Blótbollar og fundne Oldsager.

13. Júlí. Á Þingvöllum. Her saa jeg en rund,
ud-hulet Sten, ca. 3U Alen i Gennemsnit, sem blev kaldt

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:31 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/3/0183.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free