- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / III. Dagbækur,Yfirlitsgreinar o. fl. /
301

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 301 —

á Gilsbakka sjá Kr. Kål., Isl. Fortidslevn., bls. 51. Áletrunin
er: „Hér hvíler Gils Jóns son Gils sonar". — Jón Gilsson, íaðir
þess, sem steinninn er yfir, mun vera sonur Gils bónda
Finns-sonar á Ási í Hálsasveit, áður á Hömrum. Jón var bóndi í
Kai-manstungu; keypti þá jörð 1398 (sbr. Fornbrs.). Um Gils yngra,
son Jóns, mun lítið kunnugt. — Þessi legsteinn er enn á sama
stað. — Legsteinninn með leyniletrinu er nú í kirkjugarðinum,
en brotið er nú af honum, þeim endanum, sem hér er til vinstri
handar, farnir 6 stafir af hvorri línu. Aletrunin byrjar að
lík-indum í þeirri linu, sem hér er ofar, yzt hægra megin, og á þá
að lesa hana frá vinstri til hægri, þ. e.: hafa bókina öfuga fyrir
sér, og síðan á að lesa hina línuna á venjulegan hátt. Aletranin
hefir þó ekki orðið ráðin. Hún virðist enda á ártalinu 1719. Ef
til vill á að lesa fyrri línuna: Hier hviler sá fróme mann"; en
þá hafa stafirnir ekki ávalt sömu merkingu að vísu. — 7. 1. a.
n., „Fridricha Rasan" virðist hafa verið þýzk, en er ókunn. ■—
Bls. 177. Um „Snorra-stein" og fleiri legsteina í Reykholti sjá
hér að framan, bls. 107—108, m. aths. — 5. 1. a. n.,
„Grund-tegning"; hún þekkist nú ekki; en í vasakverinu stendur þetta:
„Snorralaug. •— Diameter 12’ og 3". Múrinn yfir sætin V 6".
Sætin á breidd 9". Sætaþyktin c. 4". Botninn er steinlagður.
Bunustokkslengdin frá Skriflu er 58 faðmar. Hella er að
framan, með loku, að hleypa öllu vatni úr lauginni. — Ofheitt (yfir
40° C.). Hefir orðið að hleypa af og låta svo standa og kólna".
Sbr. e. fr. bls. 107 hér að framan. — Bls. 178, sjá bls. 108, m.
aths. — Bls. 179. Um fyrsta rúnasteininn í Norðtungu sjá bls.
109, m. aths.; um hina steinana þar sjá Kr. Kål., Isl.
Fortidslevn., bls. 68, og Árb. Fornlfél. 1899, bls. 22. Á brotinu er
„Þor-steinn Þo ...", en óvíst er, hversu ráða skal áletrunina á 3.
stein-inum. — Um rúnasteininn í Hvammi sjá Isl. Fortidslevn., bls.
53 og 68. „Hér hviler Þórðr Valgarðs son. Guð hans sál hafe",
stendur á steininum. Þórður er ókunnur, en geta má þess, að
Valgarður Ivarsson var prestur á Húsafelli um 1470. Hann mun
hafa verið faðir þess Ivars Valgarðssonar, sveins, er
rúnasteinn-inn þaðan hefir verið sagður yfir, sbr. bls. 172 hér, og ekki er
ólíklegt, að Þórður Valgarðsson hafi einnig verið sonur séra
Valgarðs á Húsafelli. — Bls. 180. Um legsteinsbrotið í Hvammi
sjá Isl. Fortidslevn., bls. 52—53. Á steininum stóð: „Hér hviler
Sæmundr Gamla son". Hann mun ókunnur. •— Myndirnar af
peningnum eru ekki i hr., heldur i vasakverinu. — Um
rúna-steininn í Stafholti sjá Isl. Fortidslevn., bls. 54, og Árb. Fornlfél.
1899, bls. 21. Hafa þeir Kr. Kål. og Björn M. Olsen ekki veitt
þessari mynd eftirtekt. Steinninn er nú ekki vís. Jónas hefir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:31 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/3/0317.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free