- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / IV. Ritgerðir, Jarðfræðilegar og landfræðilegar o. fl. /
195

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 195 —

vallavatn, og svo mun vera um Mývatn og mörg
önnur stöðuvötn á íslandi.

Nú skal stuttlega telja hina merkustu landskjálfta
á íslandi, sem sögur fara af.

1113. Þá segir Halldór Jakobsson haíi gengið
landskjálftar og 11 menn syðra orðið undir húshruni.
Árið eftir var Heklugos.

1181 og ’82 voru landskjálftar og hallæri.

1211 voru landskjálftar fyrir sunnan land og dóu
18 menn undir húshruni. Þá var eldur uppi fyrir
Reykjanesi, og er það hið fyrsta sinn, að annálar
nefna eldsuppkomu á þeim stað.

1260 varð landskjálfti mikill í Flatey og hefir
sjálfsagt komið víðar um Breiðafjörð, þótt þess sé
ekki getið.

1294, segir Hannes biskup, varð landskjálfti;
sprakk jörð á Rangárvöllum, en Rangá féll úr
far-vegi sínum og hrundu margir bæir. í 8 daga voru
stöðubrunnar allir sem mjólk að sjá. Þá var
Heklugos, og segir Halldór Jakobsson, að þá gengi
land-skjálftar um allt land.

1300 voru landskjálftar íyrir sunnan land og
hrundu margir bæir; þá var enn Heklu-gos.

1308 voru enn landskjálftar fyrir sunnan land;
féllu 18 bæir og dóu menn og fénaður.

1311 varð landskjálfti svo mikill, að féllu 50 bæja
og einn betur; þá var eldur uppi.

1312 varð enn landskjálfti og féllu 18 bæir. Þá
var þerrileysi og heyskortur, og leiddi af
mann-dauða.

1332 voru landskjálftar; þá var eldur uppi í
Austurjöklum.

12*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:41 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/4/0207.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free