- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / IV. Ritgerðir, Jarðfræðilegar og landfræðilegar o. fl. /
240

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 240 —

með grjót- og sand- áburði (1815 eða 16 tók hún þar
7a af töðuvelli og hafði nær tekið aí kirkjuna).

Gunnhildarå kemur innan af Húsavíkurheiðarvarpi
og rennur til suðurs í Fjarðará; hún er ekki
vatns-mikil, en straumhörð og víða með gljúfrum.

Sunnan-fram renna í Fjarðará þessar smáár: Þjófá,
innst á Bárðarstaðadal; þá Hrófadalsá; þá
Mið-mundaá; þá Melá, íyrir utan Arnarstaði; þá Hofsá,
móts við Klyppstað, og Húsá, fyrir innan Sævarenda.
Þær hafa allar upptök sín í Suðurfjalls-brúninni.

Hrauná er hin stærsta og versta þverá í
Loð-mundarfirði; hún sprettur upp í Hraundal fyrir innan
Mjósund og nokkrir smálækir falla í hana
Kálfafells-megin og Skúmhattará hinu-megin, á fitjunum fyrir
ofan bæjarbrún í Stakkahlíð; þaðan fellur hún ofan
með Loðmundarskriðu (Stakkarhlíðarhrauni) innanverðu
í sjó fram. Hún er bæði ströng og stórgrýtt,
vatns-mikil og vaðlaus að kalla, á alfaravegi. Hrauná ytri,
lítill þverlækur, er þar skammt fyrir utan, og renna
ekki fleiri ár í norðanverðan fjörðinn.

Fyrir sunnan fjörðinn er Hjálmá hið helzta vatn.
Drög hennar liggja úr urðum íram-á Hjálmadalsheiði,
og rennur hún eftir Hjálmadal og fram úr honum í
smáfossóttu stórgrýtis-gljúfragili til sjávar. Eitt vað
er á henni, litt fært fyrir streng og stórgrýti. Út-við
landsenda á ströndinni eru enn fremur margir
smá-lækir og má þar nefna Stórfiskjará yzta.

í Seyðisfirði eru þessar ár:
a. Norðanfram.

Selstaðaá er yzt; hún rennur til suðausturs í
fjörðinn eftir Kolstaðadal millum Brimnessfjalls og
Grýtuíjalls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:41 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/4/0252.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free