- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / IV. Ritgerðir, Jarðfræðilegar og landfræðilegar o. fl. /
278

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

278 —

vegu niður á láglendið, og að austanverðu til sjávar.
Mikill hluti láglendisins er gamalt eldhraun úr
Helga-felli, sem hlaupið heíir hvað ofan á annað; en hin
elztu hraun eru svo afar-gömul, að jarðvegur [er]
kominn yfir þau aftur fyrir mjög löngu, nema hinn
yngsta strauminn, er runnið hefir langan veg til
norð-vesturs og gjört mikinn landusla. Mun það hafa orðið
í þeirri eldsuppkomu, sem Landnáma [nefnir]
(saman-ber þátt vom um eldgosin), og tekið þá af
Orms-staði. Þar er fjarskalega þurlent, og til hins mesta
meins. Kemur það til af þvi, að allt rigningavatn
hleypur niður í gegnum hraunin og móbergið, sem
allt er rifið og klofið, og kemur svo hvergi fram fyr
en á stöku stað í klettum niður-við flæðarmál, og
sjálfsagt mestmegnis langt út-í sjó. Á einum stað er
mýrarkorn vestan-til á eynni, hjá Ægisdyrum; hitt er
allt harðvellis-grundir og grasbrekkur, móar, holt,
uppblásin flög og eldhraun, sem fyr segir. Fjöllin eru:
Helgafell, eldfjallið. Það er all-fagurt, reglulega lagað
og óraskað eldfjall; einstakt, kringlótt og uppdregið,
með djúpri skál í kollinn, sem nú er grasi gróin
inn-an og mosa vaxin. Það er auðséð, að þessi kollur með
skálinni hefir hrúgazt upp seinast í hinu síðasta
eld-gosi, eftir að nýja hraunið — Ofanleitishraun — var
hlaupið fram, því rætur hans liggja fram-yfir
hraunár-uppsprettuna og hylja hana, og sjálfur er hann ekki
annað en eldsandur og kolbrunnið lausagrjót,
hring-inn í kring um hinn forna eldgíg, eins og mokað sé
upp úr gröf. Að sunnanverðu er Helgafell grasi vaxið
nokkuð upp-eftir, og áfast við það litið feil eður
hnjúkur, sem heitir Litla-fell. Helgafell er millum 800
og 900 feta á hæð og er víðsýnt af því til hafs allt

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:41 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/4/0290.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free