- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / IV. Ritgerðir, Jarðfræðilegar og landfræðilegar o. fl. /
289

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 289 —

norðan og mjóst að sunnan. Að vestan og norðan
er hún afar-há, með sæbröttum hömrum. Verpa þar
fýlungar og svartfugl á hillum og bekkjum, er
eyja-menn kalla langvíubæli. Að austanverðu er eyjan
rnjög lág, og eru þar við sjóinn ýmist graslausir fláar,
urð eða lágir hamrar. Landnorðurnef hennar er hár
klettur, sem skagar út í sjó, og kalla menn hann
Búrin. Landsuðurhornið heitir Tangar og
útsuður-hornið Smali. Þaðan beygist ströndin til útnorðurs
og kemur þá fjarska-hár hamar, sem heitir Háu-bœli.
Þar eru bælin svo stór, að sagt er, að hvolfa mætti
á sumum þeirra teinæringi, og verpir þar ógrynni af
langvíu og rillu. Þar sem Háu-bæli enda, heitir
Laup-höfðar, og er bergið þar mikið farið að lækka. Þar
á neðstu hillunni er skúti nokkur eður gjögur, sem
heitir Lauphöíðaból, og [er] hey oft geymt þar á
sumrum, þar til það er sótt að hausti og látið þá
siga loftsig niður í skipin. Norðan-undir Lauphöfðum
kemur stór vik, sem kölluð er Höfnin; þar má víða
komast upp góðan veg. Út-norðan við höfnina er
horn nokkurt, kallað Pálsnef, og má komast þar upp
af sjó. Útnorðurhorn eyjarinnar heitir Nål. Þar er svo
aðdjúpt, að fiskur gengur þar stundum upp-undir
harða berg. Frá Nálinni og til Búranna liggur til
landnorðurs fjarska-hár hamar, kallaður Hábard.
Norð-an-undir þvi liggja Látrasker. Þegar kemur upp á
eyna, er Hábarð að sunnanverðu stór brekka og fyrir
neðan hana grasi vaxnar ílatir, sem heita Norðurflatir,
og er þar slægjuland. Fyrir sunnan og austan þær
kemur hár hnjúkur, grasi gróinn, kallaður Bunki. Oían
í kollinn á honum er lág og austan-undir honum
leif-ar af nautarétt; því til forna gengu naut þar í eynni,

19

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:41 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/4/0301.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free