Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
— 290 —
en nú er það aflagt. Suður af Bunka koma
Suður-flatírnar; það er gott slægjuland. Suðaustur af þeim
kemur klettabelti, sem Kirkja heitir, og austur af því
Langi-hryggur, allur grasi vaxinn. Austan-undir honum
er lágur hamar, og drýpur jafnan niður af honum
mikið og gott vatn, en salt verður það eftir stórbrim,.
því særok gengur þá upp-um hamarinn. Það má heita,
að eyjan sé öll grasi gróin, og að fráteknum
flötun-um og einstökum smálautum er hün öll sundurgrafin
af lunda, sem veiddur er þar svo býsnum skiftir. Þar
á ofan er bergið alsetið af rillu og fýlunga og
lang-viu, og á vetrum framfærast þar á útigangi 256 sauðir.
Bjarnarey liggur skammt suður af Elliðaey og
er sund milli þeirra, 10 faðma djúpt. Brýtur þar
stundum á í stórbrimum og heitir sá boði
Eystri-Breki. Hún er ekki all-lítil, framt að því hálf á við
Elliðaey, og í lögun sem sjöhyrningur. Móti útnoðri
skaga lengst fram tvö nef, kölluð Hvannhillunef, og
millum þeirra er hár hamar, með 4 grasi vöxnum
hill-um, hverri upp-af annari, og vex á þeim skarfakál
og lítið eitt af hvönn. Frá hinu eystra nefinu liggur
næstum eggsléttur hamar austur að svo-kallaðri
Hafnar-brekku. Ofan af honum er stundum gefið hey, og er
hæðin þar 47 faðmar. Hafnarbrekkan snýr móti
land-norðri og er með stórum bekkjum og hillum utan í
hömrunum, og grasbrekku að sunnan, niður-undir
Iág-an hamar við sjóinn. Þar fyrir sunnan gengur inn vik
frá austri, sem kallað er Höfnin, og norðar en fyrir
henni miðri stendur hár drangi, landfastur, sem heitir
Hafnardrangur. Fyrir innan hann er urð og má
þar víða komast upp, þegar dauður er austansjór.
Upp-undan urðinni er hár hamar, sem heitir Glóra-
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>