- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
III

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

ÆVI OG STÖRF JÓNASAR HALLGRÍMSSONAR.

YFIRLIT.

Að sjálfsögðu hefir mikið verið ritað um Jónas
Hallgríms-son bæði á íslenzku og öðrum málum, en þó þykir við eiga, að
nokkurt yfirlit yfir ævi hans fylgi þessari útgáfu af ritum hans.
Helztu heimildirnar til þeirrar ævisögu eru þau rit sjálf. Þar er
hann sjálfur til sagna, á þeim sjáum vér oft og einatt, hvar
hann var, hvað og hvernig hann hugsaði og starfaði, og hvernig
honum leið. Þar næst eru samtíma ummæli samtíðarmanna hans,
þeirra er hann var kunnugur, og loks ummæli, rit og dómar
manna á síðari tímum, fyrst og fremst þá þeirra, er höfðu verið
honum samtíma og kynnzt honum. Um skáldskap hans og hæfileika
til ritstarfa hafa ýmsir ritað, einkum á síðari áratugum, og um
náttúrufræðisleg störf hans og rit hefir Þorv. Thoroddsen ritað
í Landfræðissögu Islands (einkum í IV., 2—20). Jónas hefir nú
verið þjóðkunnur maður í heila öld. Ljóðlífi sínu og sönglífi
hafa landar hans lifað að miklu leyti á kvæðunum hans allan
þennan tíma. í hugum manna stendur hann við hlið helztu og
beztu sona þjóðarinnar á þessu tímabili, já, þótt lengra sé litið
aftur, og „allir lofa þann snilldarmann". Hann hefir orðið bæði
lífs og liðinn mörgum mönnum hjartfólgnari en aðrir, bæði sem
maður og rithöfundur. Það hefir ekki heldur fallið neitt enn á
hin gullnu orð vinar hans, sem hann ritaði um hann og
kunn-ingja hans, er þeir syrgðu hann látinn í blóma aldurs:
„Hörm-uðu þeir forlög hans og tjón ættjarðar sinnar, hver sá mest,
sem honum var kunnugastur og bezt vissi, hvað í hann var
var-ið" (Konráð Gislason, Fjölnir, IX., 4). Jónas hefir eignazt
marga kunningja og góða vini síðan hann dó og síðan þessi orð
voru rituð. Þeir hafa sannað þau, og þó orðið, ef til vill, enn
ljósara en samtíðarmönnum hans, með hve miklum ágætum
ævi-störf hans voru, þótt þau yrðu ekki fleiri en raun varð á.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0013.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free