- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
X

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

heimili með röggsemi, og var af mörgum harmaður", segir
Sighvatur Borgfirðingui’. Enn fremur ritar hann nokkuð um
skáldskap séra Þorsteins og telur hann hafa verið liðugt skáld,
ort marga andlega kveðlinga og enn fremur nokkra
gaman-sama; hefir Sighvatur tekið fram nokkrar af gamanvisum séra
Þorsteins til dæmis og m. a. bessa alkunnu visu um Svein
lög-mann Sölvason:

„Sá „Barn í lögum" bjó til hér,
svo bærist lands um álfur,
barn í lögum orðinn er,
að ég meina, sjálfur".

Nú verður að hverfa nokkuð frá þeim feðgum og segja
frá móður séra Hallgríms, fyrri konu séra Þorsteins, Jórunni
Scheving. Þeir áttu hvor annars systur, séra Þorsteinn og séra
Hannes prófastur Scheving á Grenjaðarstað, faðir drs.
Hall-gríms Schevings, yfirkennara, og bar hann nafn afa síns, en
kona Hannesar prófasts hét Snjólaug. Laurits klausturhaldari,
faðir Jórunnar og séra Hannesar, var bróðir Þórunnar, fyrri
konu Jóns prófasts Steingrímssonar, en dóttir þeirra Þórunnar
og séra Jóns var Guðný, móðir séra Jóns Jónssonar Austmanns
í Vestmannaeyjum. Séra Jón segir í ævisögu sinni (bls. 87) um
Laurits mág sinn, föður Jórunnar, að hann hafi verið „einn sá
hreinlyndasti og bezti maður". Móðir hans var Jórunn, dóttir
Steins biskups Jónssonar, en kona hans, móðir Jórunnar yngri
og föðurmóðurmóðir Jónasar, var Anna, dóttir séra Björns á
Grenjaðarstað, Magnússonar Björnssonar sýslumanns í
Vaðla-þingi, Pálssonar, sýslumanns í Húnaþingi Guðbrandssonar
biskups á Hólum Þorlákssonar, og verða þær ættir ekki raktar
frek-ar hér. Hannes Scheving, faðir Lauritsar, var sýslumaður í
Vaðlaþingi, sonur Lauritsar Schevings, sýslumanns s. st., og
Þórunnar, dóttur Þorleifs lögmanns Kortssonar. Faðir Lauritsar
Schevings sýslumanns var Hans Scheving, sórenskrifari í
Björg-vin, sem var danskur að ætt, og kom Laurits hingað frá
Dan-mörku til Bessastaða sem fulltrúi. En faðir Hans Schevings
sórenskrifara var Laurits Hansson prófastur í Skjevinge á
Norður-Sjálandi, sem ættin tók nafn af. Þóttu þeir feðgar
all-ir ágætismenn, og er margt merkra manna frá þeim komið.

Skal nú aftur horfið að ætt séra Þorsteins í Stærra-Árskógi.
Hallgrímur faðir hans var sonur séra Eldjárns Jónssonar að
Möðruvallaklaustri. Hann var fæddur 1. Ág. 1723, en missti
föð-ur sinn rúmlega tveggja ára gamall, og tók Þorsteinn prófastur
Ketilsson á Hrafnagili hann til fósturs nokkrum árum síðar, setti

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0022.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free