- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
XXIX

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— XXIX —

ella væri ástæða til að geta um. Mag. Benedikt Gröndal hefir
einnig lýst á sína visu Bessastaða-skóla á þeim árum, er hann
var þar, en það var raunar um 20 árum eftir að Jónas var þar,
sbr. Dægradvöl, einkum bls. 11—24 og 86—113. Hann lýsir
húsnæði skólans og kennaranna, skólalífinu, kennslunni og
kennurunum, sem voru þá enn hinir sömu og í tíð Jónasar; enn
fremur lýsir Gröndal Alftanesinu og nágrenninu og segir frá
mörgu, er kemur við þeim mönnum og málefnum, sem hér
verður getið; einnig getur hann í þessu riti sínu nokkrum
sinnum Jónasar og sumra kvæða hans.

Víðar hefir verið sagt frá Bessastaða-skóla og allir eru
kennararnir þar þjóðkunnir menn. Það mun því vera óþarft
að hafa hér langt mál um þetta.

Skólinn var heimavistarskóli og voru bæði kennslustofur,
lestrarherbergi, borðstofa og svefnloft í skólahúsinu, sama húsi
og er þar enn í dag, umbreytt að mörgu leyti á síðari tímum.
Skólabrytinn var Þorgrimur gullsmiður Tómasson og bjó hann
einnig í skólahúsinu; voru um 20 manns í heimili hjá honum.
Skólapiltar voru um 40 og nær allir í heimavist. S’kólastjóri,
lektor, var Jón Jonsson (Johnsen) ; bjó hann í Görðum fyrstu
ár Jónasar í skóla, en flutti að Lambhúsum, er prestaskipti
urðu og séra Árni Helgason varð prestur í Görðum; Lambhús
voru lítið býli á túnrananum vestur frá bænum á
Bessastöð-um, og sér þar enn rústir þess. Kennarar voru auk lektors þeir
dr. Hallgrimur Scheving, systkinabarn við séra Hallgrím,
föð-ur Jónasar, Sveinbjörn Egilsson, síðar rektor, og Björn
Gunn-laugsson (Gunnlögsen) stærðfræðingur. Scheving bjó í
Lamb-húsum, unz lektor flutti sig þangað, en siðan heima á
Bessa-stöðum, í litlu timburhúsi, sem var austan-við skólahúsið
(„gullsmiðsstofuna", sem það var þá nefnt). Sveinbjörn bjó
þar einnig í öðru timburhúsi. Voru um 7—8 menn í heimili
hjá hvorum kennaranna, svo að ærið var fjölmennt á staðnum.
Hjá lektor voru auk þess um 14 í heimili. Björn Gunnlaugsson
var einnig heima á Bessastöðum fyrstu skólaár Jónasar, en
kvæntist siðan og fór að búa í Sviðholti. — Gröndal lýsir
nokkuð mataræði skólapilta, sem var mjög óbrotið. Undir
borð-um mátti enginn tala orð.

Gröndal dæmir fremur hart um lektor, enda hefir hann
verið farinn að eldast og þreytast í skólatíð Gröndals.*)
Þórð-ur háyfirdómari Jónasson var í skóla skömmu á undan Jónasi,
1816—20; hann segir m. a. svo um Jón lektor í eftirmælum,

*) Sbr. einnig t. a. m. Bréf T. Sæm., bls. 241 og 246.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0041.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free