- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
XLI

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

XLI —

hafa, ef til vill, verið búin að kynnast eitthvað áður en þau
urðu samferða_ norður, en á leiðinni fengu þau innilega ást
hvort á öðru. Á Steinsstöðum var slitið samfylgdinni; þar voru
ferðalok fyrir Jónasi, en þau séra Gunnar og Þóra héldu áfram
að Laufási, hins vegar fjarðarins. En áður en þau skildu, bað
Jónas séra Gunnar gefa sér Þóru. Séra Gunnar kvað þau enn
of ung til, að það mál yrði bundið fastmælum þá þegar.
Fram-tíðin var óviss, kvað hann, og réttast að sjá, hverju fram yndi
um hag þeirra á næstu árum og hvort þau bæru þá tryggð hvort
til annars. Vildi hann ekki heita Jónasi Þóru að sinni.

Skilnaðurinn varð með meiri sársauka en Jónas mun hafa
búizt við. Nú var honum bundinn bagginn þungi.
Endurminn-ingarnar um ferðalagið komu aftur og aftur í huga hans. Um
sumarið féll kvæðið „Ferðalok" í stuðla (I. b., bls. 23—25,
með aths.). „Astin mín" nefndi hann það.

Hin göfgasta ást og hinn sárasti skilnaðarharmur skópu
eitt hið fegursta ástarkvæði, sem tunga vor geymir. Jónas
Hall-grímsson var nú orðinn það skáld, að þetta mátti takast.

Hér verður ekki þessari ástasögu haldið áfram að sinni.

Sumarið leið, síðasta sumarið heima á Steinsstöðum; nýtt
skólaár hófst, síðasti skólaveturinn á Bessastöðum. Frá
sumr-inu eru til fáein (líklega 3) kvæði, auk kvæðisins „Ferðalok",
eins og áður hefir verið getið, og þýðingarinnar á Lofsöng
Frí-manns (I. b., bls. 200—201), en frá vetrinum að eins eitt, frá
vorinu 1829, og ef til vill ein ferskeytla. Páll Melsted var með
Jónasi þennan vetur í skóla; hann segir svo um hann í
Endur-minningum sínum (bls. 36) : „Mér þótti merkilegt flest af því,
sem Jónas sagði; hann fann að öllu, sem var ljótt og ósatt og
hálfsatt, hann vakti eftirtekt mína og kenndi mér að taka ekki
allt trúanlegt, sem talað var; mér fannst hann ætíð hafa rétt
að mæla. Enginn af piltum sagði eins vel og hann smásögur,
einkum ef þær voru skrítnar. Aldrei heyrði ég hann låta fjúka

Veit ég, hvar von öll
og veröld mín
glædd er guðs loga.
Hlekki brýt eg hugar
og heilum mér
fleygi faðm þinn í.

Sökkvi eg mér og sé eg
í sálu þér
og lífi þínu lifi;

andartak sérhvert,
sem ann þér guð,
finn eg í heitu hjarta.

Háa skilur hnetti

himingeimur,

blað skilur bakka og egg;

en anda, sem unnast,

fær aldregi

eilífð að skilið.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0053.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free