- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
LXXVIII

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— LXXXVIII —

gjósa fallega tvisvar sinnum og Geysi einu sinni (sjá III. b.r
bls. 43—55). Um kvöldið kl. 9 varð hann að fara af stað aftur,
því að séra Páll mun hafa þurft að þjóna í Miðdal daginn eftir,
Jónas hélt áfram viðstöðulaust að Þingvöllum, og gerði þar
at-huganir sínar daginn eftir (sd. 20. Ág.), mældi hitann í vatninu
í gjánum þar o. s. frv. (III. b., bls. 57—8). Um kvöldið skrifaði
hann séra Tómasi þaðan, og lýsti þá fyrir honum, hvernig hann
sá djöfulinn í Almannagjá ljúka upp hauskúpu, „sem full var
af kvörnum", og „furða sig allan á ofurmagni heimskunnar" (sbr.
Bréf T. Sæm., bls. 232, og II. ’b., ’bls. 80—82; e. fr. ’bls. 18).
Næsta dag fór hann upp í Borgarfjörð, reið fyrir Ok og ofan 1
Reykholtsdal; hefir sjálfsagt gist í Reykholti, hjá séra Þorsteini
Helgasyni, báðum þeim til mikillar ánægju. Hann skoðaði
hver-ina í Reykholtsdalnum, og fór svo upp að Húsafelli og þaðan :ið
Kalmanstungu (22. Ag.; sbr. III. b., bls. 267); bar dvaldi hann
3 daga og skoðaði nágrennið, einkum Strútinn og umhverfi hans,
en 26. Ag. fór hann á leið norður í land. Hann reið nú ekki Sand
eins og á skólaárunum, heldur Arnarvatnsheiði og
Grímstungna-heiði. Þegar hann tók að nálgast Norðurland, var sem náttúran
fagnaði heimkomu hans á hinn dýrðlegasta hátt.

Þegar Bertel Thorvaldsen kom landveg heim aftur til
Dan-markar frá Italíu árið 1819, sáu menn á Suður-Jótlandi
norður-Ijós,*) og sama bar við vorið 1838 (16. Sept.), er Thorvaldsen
kom heim sjóveg; þá sáust aftur enn fegurri norðurljós yfir
Eyrarsundi. Þótti mönnum þetta merkilegt, þvi að norðurljós eru
fáséð í Danmörku.**) — Nú sá Jónas og samfylgdarmenn hans
á Grímstungnaheiði sömu dýrðarsjón, en þó enn fegurri, ld. 26.
Ág., um kvöldið og nóttina. Ósýnilegar himinverur hófu upp
lýs-andi dýrðarkrans yfir landinu. Norðurloftið stóð í ljósum
log-um. Aldrei hafði Jónas séð svo töfrandi fagra sjón (sjá III. b.,
bls. 59—61).

Jónas hélt síðan norður sveitir, og alla leið heim fcil
síns-kæra æskuheimilis, í faðm ástkærrar móður og systra. Hann
hafði orðið að biðja hafrænuna kyssa þær fyrir sig og færa sér
koss þeirra, er hann yfirgaf ættjörðina, fyrir réttum 5 árum.
Nú var hann kominn aftur sjálfur með koss sinn til dalanna
dætra. — Móðir hans var nú komin hátt á sextugs aldur og Anna
yfir tvitugt; þótti hún „kurteis, efnileg og vel að sér". Madama

*) Heinr. Chr. Schumacher (sjá V. b., bls. 142 m. aths.) var
þar þá við landmælingar, og sagöi 1 gamni, að þetta hlyti aíS vera.
til heiSurs fyrir Thorvaldsen.

**) J. M. Thiele, Thorvaldsens Biographi, IV., 4—6.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0090.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free