- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
LXXXI

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— LXXXI —

fékkst þar við rannsóknir sínar í nágrenninu. Sjálfsagt hefir
Bjarni amtmaður skálað við hann, þegar Jónas heimsótti hann
á Möðruvöllum, en „Gunnarshólmi" ætti að nægja sem vitni um
það, hvort tilhneigingin til að drekka hafi þá bagað hann mjög
við það tækifæri, eða verið búin að breyta honum að ráði eftir
sumarvistina heima á Fróni yfirleitt.

í ævisögunni segir e. fr. (bls. XX—XXI): Þegar hann var
nýstiginn á land í Höfn, mætti Páll Melsted honum á
Austur-götu, og brá kynlega við, að sjá Jónas koma með bera bringuna.
Þeir heilsuðust. ,,Eg átti ekkert hreint um hálsinn, lagsmaður",
sagði Jónas, „og vildi þess vegna ekki låta þekkja mig, svo ég
tók það til bragðs að gjöra úr mér þýzkara". En
Kielar-stúdent-ar höfðu þá þann sið, að ganga bringuberir, og sýnir þetta, hvað
Jónas var smáskrítinn stundum". — Hann kunni aldrei við að
ganga óþrifalega til fara, og er sagan því ekki ósennileg, enda
trúlegt, að hálslínið hafi verið farið að låta nokkuð á sjá, eftir
þriggja vikna sjóvolk með seglskútu heiman frá Akureyri.

Nú er ekki til neitt framhald af dagbók Jónasar :crá ferð
hans til Vestmannaeyja, sem er í III. b., bls. 32—41, þ. e.
dag-bók frá veru hans síðustu dagana, sem hann var bar, og síðan
ferðum hans um landið sjálft. Hann virðist bó hafa ritað
dag-bók, því að ritgjörðin um Geysi og Strokk, sem hann birti í
Naturhistorisk Tidsskrift II. b., árið eftir,*) er þar sögð vera
tekin úr slíkri dagbók, og sömuleiðis 3 minni ritgjörðir s. st., á
bls. 262—68 (sjá III. b., bls. 43—61, m. aths.). Er hann hafði
lokið ferð sinni og var kominn aftur til Hafnar, hefir hann
rit-að upp þessar greinar, sennilega eftir dagbók sinni, og búið þær
undir prentun. I sama bindi þessa sama tímarits birti hann
einnig (á bls. 91—99) ritgjörð þá um útselinn, sem er hér í V. b.,
bls. 21—29, og sem hann hefir sýnilega samið haustið 1837,
skömmu eftir komu sína til Hafnar. Segir hann gleggst frá því
sjálfur í greininni, hvert tilefni hennar var aðallega, við hvað
skoðun hans styðst o. s. frv. Ritgjörðir þessar þóttu merkilegar
og voru lagðar út og prentaðar upp annars staðar.

Næsta vetri (1837—38) varði hann til náttúrufræðisiðkana,
en mun þá hafa verið alveg hættur við lögfræðina. Hann vildi
nú binda nokkurn enda á náttúrufræðisnámið einnig, bví að nú
var styrkurinn senn á þrotum; hann hafði þurft að fá hann
greiddan fyrir 1838, síðasta árið, að mestu leyti fyrir-fram,
vegna íslands-ferðarinnar, og 22. Marz, áður lokið væri fyrsta
ársfjórðungi, ritaði hann sjóðstjórninni og sótti um, að sér yrði

*) Bindiö var prentaö 1838—39.

6

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0093.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free