Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
— LXXXV —
ríkisstjórnar hjá sér eins og Danir i Danmörku og nytu sömu
virðingar sem islenzkir rikisborgarar eins og Danir sem
dansk-ir. Þegar nú var i ráði að sameina bæði stéttaþingin dönsku,
þótti þeim ráð að reyna að fá því til vegar komið, að sérstöku
þinghaldi yrði komið á fyrir ísland og þar heima. Ýmsir
dansk-ir stjórnmálafræðingar og framfaramenn höfðu þá einnig mælt
eindregið með þessu. Vildu landar nú senda ávarp til
stéttaþing-anna dönsku og biðja þau bera þessar tillögur fram til þess að
þær fengju þann kraft og það álit, sem þeim væri nauðsynlegt.
Ávarpið til stéttaþingsins i Vébjörgum er til í uppkasti með
hendi Jónasar og virðist samið af honum; sjá II. b., bls. 266—
69, m. aths.
Sama sumarið, 25. Ágúst, var haldinn fundur í
Hafnar-deild Bókmenntafélagsins. Þá las forseti upp þá „uppástungu
hr. Jónasar Hallgrímssonar, „að kjósa nefnd manna og fela
henni á hendur að safna öllum fáanlegum skýrslum, fornum og
nýjum, er lýsi Islandi eður einstökum héröðum þess, og
undir-búa svo til prentunar nýja og nákvæma lýsingu á Islandi, er
siðan verði prentuð út-af fyrir sig á félagsins kostnað", og var
siðan valin nefnd manna til að íhuga, hvort ráðlegt væri að
leggja út í þetta. I þessa undirbúningsnefnd voru valdir
höf-undur uppástungunnar, Konráð Gislason, Magnús Eiriksson, Jón
Sigurðsson, prófessor Magnussen og Eggert Briem". Þannig er
skýrt frá upptökum þessa merkilega máls í fundargerðinni.
Jón-as setti þessa uppástungu sina fram i skrifuðu erindi, sem "hann
afhenti forseta á fundinum. Hefir það nú fundizt í nr. 16 í abr.
í hrs. Bmf., eftir að II. b. var komið út, og er hér prentað sem
fskj. 10.*) Á næsta fundi, 24. Sept., hafði undirbúningsnefndin
lokið hlutverki sinu „og hafði hún ritað álit sitt, sem upp var
lesið. Féllst hún með öllu á uppástunguna. Voru því valdir 5
menn í nefnd þá, er upp á hafði verið stungið, og skyldi hver
þeirra sitja i nefndinni í tvö ár, ef hér yrði kyrr í bænum, en
ella skyldi þegar annan velja í stað hans. Þessir voru valdir:
•Jónas Hallgrimsson, Konráð Gislason, Jón Sigurðsson,
Brynjólf-ur Pétursson og prófessor Magnussen".**)
Hér var i mikið ráðizt, ætti lýsing landsins að vera
„ná-kvæm", eins og Jónas orðaði það og ætlaðist til. Að sönnu var
landið nokkurn veginn kunnugt allt, nema jöklar og öræfi, sem
*) ÞaS hefir skemmzt af bruna, en reynt hefir verið að fylla
í eyöurnar.
**) Hann var ekki á fundinum, en var tilkynnt kosningin
bréflega og lögtS áherzla á, aS hann tæki sæti I nefndinni, og geröi
hann þatS.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>